Stuðningsmenn Leeds United voru allt annað en ánægðir með sína menn eftir 4-1 tap gegn Tottenham í dag.
Leeds þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á að halda sér í efstu deild en lokaumferðin fór fram.
Tottenham vann sannfærandi sigur en jafnvel þó Leeds hefði náð þremur stigum væri liðið fallið.
Frammistaðan var þó til skammar í dag og létu stuðningsmenn vel í sér heyra eftir lokaflautið.
,,Þið eigið ekki skilið að klæðast treyjunni,“ sungu margir stuðningsmenn eins og má heyra hér fyrir neðan.
Scenes at Elland Road at full time 👀
Fans singing: ‘you’re not fit to wear the shirt.’#LUFC are relegated to the Championship. pic.twitter.com/ONraokjSfV
— talkSPORT (@talkSPORT) May 28, 2023