Chelsea fær markakóng þýsku Bundesligunnar í sumar en þetta varð ljóst eftir lokaumferðina í gær.
Um er að ræða hinn fjölhæfa Christopher Nkunku sem spilar með RB Leipzig og skoraði tvennu gegn Schalke í gær.
Nkunku endar tímabilið með 16 mörk hjá Leipzig og er markakóngur ásamt Niclas Fullkrug hjá Werder Bremen.
Nkunku er þó ekki búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Leipzig en liðið mætir Frankfurt í úrslitum bikarsins um næstu helgi.
Það er langt síðan blaðamenn staðfestu skipti Nkunku til Chelsea en hann mun kosta 60 milljónir evra.
Árangur Nkunku er heldur betur góður en hann missti af þremur mánuðum á tímabilinu vegna meiðsla.