fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Sér mikið eftir því að hafa samið við Chelsea – United og Arsenal sýndu áhuga: ,,Enn og aftur hlustaði ég á konuna“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. maí 2023 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum miðjumaðurinn Emmanuel Petit sér eftir því að hafa skrifað undir samning við Chelsea árið 2001.

Petit gerði garðinn frægan með Arsenal á Englandi frá 1997 til 2000 en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Monaco í Frakklandi.

Petit samdi við Barcelona árið 2000 eftir þrjú góð ár hjá Arsenal en entist þar í aðeins eitt ár og hélt svo aftur til Englands.

Tími hans hjá Chelsea var ekki frábær og hefði Frakkinn frekar viljað semja við Manchester United en eiginkona hafði engan áhuga á því.

,,Arsenal hafði samband við mig en Manchester United gerði það einnig á sama tíma. Ég ræddi við Arsene Wenger og hann vildi mikið fá mig aftur en ég var hreinskilinn,“ sagði Petit.

,,Ég sagðist vera þakklátur fyrir boðið en að hann hefði ekki viljað mig áður en ég hélt til Barcelona ári fyrr.“

,,Þetta var eins og að skilja við einhvern. Þegar aðilinn vill þig ekki þá hver er tilgangurinn að snúa aftur?“

,,Ég hefði átt að fara til Manchester United því Sir Alex Ferguson hringdi tvisvar í mig. Við áttum gott samtal en enn og  aftur þá hlustaði ég á eiginkonuna.“

,,Hún vildi komast aftur til London og vildi ekki búa í Manchester – ég gerði sömu mistök tvisvar á einu ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sett met í ensku úrvalsdeildinni – Fljótasta mark í sögu heimaliðs

Sett met í ensku úrvalsdeildinni – Fljótasta mark í sögu heimaliðs
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dorgu staðfestur hjá United

Dorgu staðfestur hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Wolves úr fallsæti eftir góðan heimasigur

England: Wolves úr fallsæti eftir góðan heimasigur
433Sport
Í gær

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall
433Sport
Í gær

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal
433Sport
Í gær

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?