fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Stefán svarar Þorsteini fullum hálsi – „Hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir”

Eyjan
Laugardaginn 27. maí 2023 15:20

Stefán Ólafsson svarar Þorsteini Víglundssyni fullum hálsi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson, prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu, segir að verðbólgan sem geisar hérlendis sé hagnaðadrifin en ekki launadrifin og því séu sökudólgarnir á henni stjórnendur fyrirtækja en ekki verkalýðshreyfingin eins og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri og fyrrum félagsmálaráðherra, hélt fram í grein á dögunum.

Segir Stefán, í aðsendri grein á Vísi í dag, að málflutningur Þorsteins hafi verið í senn „hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir.”

Tyggur „áróður atvinnurekenda”

Telur Stefán að ekkert  nýtt hafi komið frá Þorsteini og sakar hann um að hafa áður tuggið upp þennan „áróður atvinnurekenda” sem illu heilli, að mati Stefáns, bæði Seðlabankinn og talsmenn ríkisstjórnarinnar virðast nú  hafa tekið undir:

Ef of mikil kaupmáttaraukning launa hefði verið í hagkerfinu á þessum tíma sem verðbólgan hefur verið að blossa upp þá hefði það átt að koma fram í því að hlutur launafólks af verðmætasköpuninni í landinu hefði aukist og hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda hefði þá átt að vera að lækka. En þróunin hefur verið algerlega á hinn veginn.

Stefán segir að í aðdraganda þess að verðbólgan fór á skrið,. árin 2018 til 2020, og svo alveg til dagsins í dag hafi hlutur launafólks af verðmætasköpuninni verið að minnka umtalsvert og hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda að aukast. Það segir hann vera til marks um að verðbólgan sé  fyrst og fremst hagnaðardrifin en ekki launadrifin og vísar í skýringarmynd í greininni.

Launhækkanir of litlar miðað við gang í verðmætasköpun

Hlutur launafólks var kominn úr 64% 2018 niður í 59% af verðmætasköpuninni í fyrra og fer væntanlega niður í 57% á yfirstandandi ári. Langtímameðaltal á hlut launafólks er 62% (1973 til 2022). Staða launafólks í heild er því orðin óviðunandi. Hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda jókst á sama tíma úr 36% upp í um 43% á þessu ári og búa fyrirtækin nú við methagnað. Það er beint samband milli aukins hlutar fyrirtækja af þjóðarkökunni og aukinnar verðbólgu

Láglaunafólk fékk mestu kaupmáttaraukninguna út úr Lífskjarssamningnum 2019-2022 vegna hinna flötu krónutöluhækkana sem þar var beitt, en aukning heildar launakostnaðar fyrirtækja varð samt hófleg, því hlutfallsleg hækkun meðal og hærri launa var lægri en hjá láglaunafólki. Raunar var launahækkunin þó almennt of lítil miðað við góðan gang í verðmætasköpuninni. 

Þá segir hann ennfremur að þó Seðlabankinn hafi birt tölur um að laun hafi hækkað hlutfallslega meira hér en í grannríkjunum þá sé það eðlilegt, vegna þess að verðmætasköpunin hefur verið meiri hér og verðlag hærra.

Ef áfram verður hlustað á áróður atvinnurekenda og hagfræðinganna í Seðlabankanum þá mun hlutur launafólks af verðmætasköpuninni minnka enn frekar. Verkalýðshreyfingin þarf því að halda sínu striki frá Lífskjarasamningnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“