fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Viðar á förum frá Grikklandi – „Endaði ekki alveg eins og ég vildi“

433
Laugardaginn 27. maí 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Að þessu sinni sat Viðar Örn Kjartansson með þeim.

Viðar var að klára sitt fyrsta tímabil með Astromitos í Grikklandi en er á förum þaðan.

„Samningurinn klárast 30. júní. Við vorum með svona 1+1 sem er í raun og veru árangurstengdurmöguleiki. Það var svolítið óraunhæft og var í raun og veru aldrei að fara að gerast. Sem ég er bara sáttur með núna.

Ég er búinn að prófa þetta og leita annað núna. Það hentar mér langbest að vera í liði sem er að reyna að vinna deildina og heldur í boltann. Á móti stærri liðunum vorum við að pakka í vörn og beita skyndisóknum. Við gerðum það þokkalega vel en fyrir mér hentar miklu betur að vera nálægt boxinu og vera í færunum í liði sem stjórnar.“

Viðar er þegar farinn að horfa í kringum sig.

„Maí er frekar dauður mánuður en við erum að vinna á fullu í þessu. Ég er með mínar hugmyndir um hvað ég vil. Ég tel mig eiga nóg eftir. Þetta endaði kannski ekki alveg eins og ég vildi, síðustu mánuðir, en miðað við þá leiki sem ég átti sannaði ég fyrir sjálfum mér að ég eigi fullt erindi í að vera áfram í góðri deild í útlöndum í nokkur ár í viðbót. Það er planið og við sjáum hvernig þetta þróast.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Í gær

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
Hide picture