fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
433Sport

Sky fullyrðir að United vilji þrjá enska landsliðsmenn í sumar – Kane efstur á blaði og besti vinur Mount er einnig á listanum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. maí 2023 14:00

Harry Kane / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky Sports í Bretlandi heldur því fram að Manchester United vilji í draumaheimi tryggja sér þrjá enska landsliðsmenn í sumar. Sky segir Harry Kane efstan á óskalistanum.

Kane er besti leikmaður Tottenham en hann á aðeins ár eftir af samningi sínum og ekkert heyrist um viðræður.

Möguleiki er fyrir hendi að Tottenham selji Kane í sumar af ótta við það að hann fari frítt eftir ár.

Mynd/Getty

Eins og fjallað hefur verið um vill Mason Mount miðjumaður Cheslea fara til United en viðræður hans við félagið sitt um nýjan samning hafa ekki fengið.

Mount líkt og Kane á bara ár eftir af samningi en talið er að United sé tilbúið að borga rúmar 50 milljónir punda fyrir Mount.

Getty Images

Þá segir Sky Sports að United vilji einnig fá Declan Rice miðjumann West Ham sem er til sölu fyrir um 100 milljónir punda í sumar. Rice og Mount eru bestu vinir en þeir ólust upp saman hjá Chelsea. Arsenal er á eftir Rice og er enn talið líklegasta liðið til að klófesta hann.

Ólíklegt verður að teljast að United takist að krækja í þessa þrjá leikmenn sem kosta saman yfir 200 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirgefur Chelsea en verður mættur aftur fyrir HM

Yfirgefur Chelsea en verður mættur aftur fyrir HM
Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Anna ferðaðist með landsliðinu eftir vonbrigðin 2004 – Einn leikmaður vakti sérstaka athygli hennar

Anna ferðaðist með landsliðinu eftir vonbrigðin 2004 – Einn leikmaður vakti sérstaka athygli hennar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City staðfestir kaupin á Egyptanum

City staðfestir kaupin á Egyptanum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Van Nistelrooy er ósáttur

Van Nistelrooy er ósáttur
Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Takk Snorri. Takk allir“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Takk Snorri. Takk allir“
Sport
Í gær

Strákarnir okkar enn með 100 prósent árangur eftir flotta frammistöðu í kvöld

Strákarnir okkar enn með 100 prósent árangur eftir flotta frammistöðu í kvöld
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór á flakk – Tekið upp á stað sem Íslendingar þekkja vel

Kynlífsmyndband fór á flakk – Tekið upp á stað sem Íslendingar þekkja vel
433Sport
Í gær

Skriniar fer til Mourinho

Skriniar fer til Mourinho
433Sport
Í gær

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?