Sam Levinson, höfundur vinsælu þáttanna Euphoria, og tónlistarmaðurinn The Weeknd, eða Abel Tesfaye eins og hann heitir réttu nafni og kallar sig núna, eru á bak við gerð þáttanna.
Lily Rose-Depp fer með aðalhlutverk í þáttunum ásamt Tesfaye. Hún leikur poppstjörnu sem byrjar með sjúskuðum gúrú (Tesfaye) og samband þeirra leiðir hana niður dimma braut, sem minnir á sértrúarsöfnuð.
Söguþráðurinn er byggður á reynslu og upplifun Tesfaye þegar hann byrjaði í bransanum.
„Abel kom til okkar með sölurullu. Hann sagði eitthvað sem ég mun aldrei gleyma: „Ef ég myndi vilja stofna sértrúarsöfnuð, þá gæti ég það.“ Það sem hann átti við með þessu var að aðdáendur hans eru honum svo hliðhollir að þeir myndu fylgja honum hvert sem er. Það var grunnurinn að hugmyndinni á bak við The Idol: Hvað gerist þegar poppstjarna fellur fyrir röngum manni og enginn segir neitt?“ sagði Levinson í nýlegu viðtali.
Fyrsti þáttur fer í loftið þann 4. júní næstkomandi en fyrstu tveir þættirnir voru sýndir á Cannes-kvikmyndahátíðinni fyrr í vikunni og er óhætt að segja að þeir hafi vakið hörð viðbrögð.
Blaðamaður New York Times sagði að horfa á þættina væri eins og að fara í ævintýraferð um heimasíðu Pornhub og að geirvörtur Lily Rose-Depp væru í aðalhlutverki.
“The Idol,” or 50 SHADES OF TESFAYE: A Pornhub-homepage odyssey starring Lily Rose Depp’s areolas and The Weeknd’s greasy rat tail. Love that this will help launch the HBO Max rebrand, should slot nicely next to House Hunters!
— Kyle Buchanan (@kylebuchanan) May 22, 2023
Sjáðu fleiri viðbrögð hér að neðan.
Lots of strong reactions to #TheIdol out of #Cannes2023 — ranging from “I hated it” to “the TV version of clickbait” to “I don’t need to see any more of Lily-Rose Depp naked.”
— Ramin Setoodeh (@RaminSetoodeh) May 22, 2023
Yeah, THE IDOL has the EUPHORIA vibes you might expect but it’s really more like somebody put BLACK SWAN, SUCCESSION, and SECRETARY in a blender and let it rip. Prepare yourself for quite the discourse… #cannes
— erickohn (@erickohn) May 22, 2023
The Idol premiere just wrapped. Sam Levinson fans won’t be disappointed. pic.twitter.com/lcYoUZs09L
— Tatiana Siegel (@TatianaSiegel27) May 22, 2023
The Idol convo in the theater. “I hated it.” “Garbage.” “I’m disgusted..” “She’s way better than I thought she’d be.”
— Tatiana Siegel (@TatianaSiegel27) May 22, 2023