Billy Gilmour segist ekki hafa getað sofið eftir að eltihrellirinn Orla Melissa Sloan, áhrifavaldur í Bretlandi fór að áreita hann.
Hefur hún játað því fyrir dómi að hafa verið eltihrellir um nokkurt skeið þegar hún áreitti leikmenn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Sloan hefur viðurkennt að hafa áreitt Mason Mount, Ben Chilwell og Gilmour sem fór frá Chelsea síðasta sumar.
„Ég gat ekki sofið og ég varð að taka svefntöflur sem höfðu áhrif á frammistöðuna mína,“ sagði Gilmour.
„Ég var mættur í nýja borg, ég hafði enga vini eða fjölskyldu. Ég var mjög einangraður,“ segir Gilmour sem eyddi allri fjölskyldu sinni af Instagram til að Sloan fær ekki að áreita þau.
Sloan segist hafa sofið hjá Mount í gleðskap sem Ben Chilwell bauð henni í. Hafði hún verið í samskiptum við Chilwell í gegnum Instagram. Mount er enskur landsliðsmaður í knattspyrnu.
Sloan sagði fyrir framan dómara að hún hefði einu sinni sofið hjá Mount en hann hafi svo bundið enda á samskipti þeirra eftir sex mánuði.
Sloan fór þá að áreita Mount og skipti 21 sinni um símanúmer til þess að geta haft samband við Mount. „Ég er hætt að kaupa mat svo ég geti keypt fleiri símanúmer,“ segir Sloan í skilaboðum til Mount.
Ensk blöð segja svo frá því í dag að Sloan hafi á sínum tíma unnið í verslun en farið að selja af sér nektarmyndir og þénað vel.
Segir í frétt The Sun að Sloan hafi gert út á það að selja af sér nektarmyndir þar sem hún er að borðaði nammi sem heitir Percy Pigs.
„Það er frábært að fá þessar beiðnir um Percy. Ég elska það en ég vil samt ekki fitna,“ segir Sloan sem þénaði 8 milljónir fyrir nammi og nektarmyndir.
Búist er við að Sloan fari í fangelsi en dómari kveður upp dóm sinn þann 20 júní.