Marcus Rashford sóknarmaður Manchester United snýr að öllum líkindum til baka gegn Chelsea á morgun. Hann hefur misst af síðust leikjum.
Fyrst um sinn var Rashford meiddur en hann var svo veikur þegar liðið heimsótti Bournemouth um helgina.
United þarf að taka eitt stig heima gegn Chelsea til að tryggja sér Meistaradeildarsætið. „Það lítur út fyrir það,“ segir Erik ten Hag fyrir leikinn.
„Hann mætti á æfingu í gær og hann æfir í dag og svo sjáum við hvernig endurheimtin er. Svo tökum við ákvörðun.“
Rashford hefur verið besti sóknarmaður Manchester United á tímabilinu en United á tvo heimaleiki eftir, síðasta umferð deildarinnar er á sunnudag.