„Í alvörunni FC Bayern,“ skrifar hinn virti fjölmiðlamaður, Jan Aage Fjørtoft á Twitter síðu sína í gærkvöldi vegna frétta um áhuga félagsins á Julian Alvarez, sóknarmanni Manchester City.
Blaðamenn tengdir Bayern fóru í gær að flytja fréttir af því að Bayern hefði áhuga á Alvarez, einnig var Frenkie de Jong hjá Barcelona nefndur til sögunnar.
Aðeins eru nokkrar vikur síðan að Manchester City framlengdi samninginn við framherjann frá Argentínu sem kom til félagsins fyrir ári síðan.
„Af hverju er Bayern að setja leikmenn á lista sinn sem félagið á engan möguleika á að fá,“ spyr Jan Aage Fjørtoft.
„Er það til að róa stuðningsmenn?,“ segir norski blaðamaðurinn einnig en krísa er í Bæjaralandi nú þegar Dortmund er að verða meistari.
Seriously @cfbayern !
Why do Bayern keep putting players on their list that they have no chance to get?
To calm down fans? https://t.co/BzU4oiLs3C
— Jan Aage Fjørtoft 🏳️🌈 🇳🇴 💛💙 (@JanAageFjortoft) May 23, 2023