fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
433Sport

Klara rýfur þögnina: Útskýrir vinnubrögðin í máli Kjartans Henrys – „Þurfum ekki leiðbeiningar á samfélagsmiðlum við það“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. maí 2023 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur gustað um FH og KSÍ síðustu daga. Kveikjan að því var leikbann sem Aga- og úrskurðarnefnd sambandsins dæmdi Kjartan Henry Finnbogason, leikmann Fimleikafélagsins, í. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, tjáði sig við 433.is í dag.

Kjartan var dæmdur í eins leiks bann fyrir olnbogaskot sem hann veitti Nikolaj Hansen í leik FH gegn Víkingi á dögunum. Dómari leiksins sá atvikið ekki en Klara vísaði málinu til Aga- og úrskurðanefndar.

FH-ingar voru vægast sagt ósáttir við vinnubrögð Klöru og sendu út yfirlýsingu í fyrradag. „Um það verður ekki deilt að þessi heimild er til staðar. Hins vegar er framganga framkvæmdastjórans í greinargerð sinni til Aga- og úrskurðarnefndar ámælisverð. Þannig fullyrðir framkvæmdastjórinn tvívegis í greinargerð sinni að Kjartan hafi sýnt óíþróttamannslegan og hættulegan leik. Það er að mati FH algjörlega ótækt og í ósamræmi við málskotsheimild framkvæmdastjórans að hún taki afstöðu í málinu með svona afgerandi hætti,“ sagði meðal annars í henni.

Klara var spurð út í yfirlýsinguna í viðtali við 433.is. „Þetta er bara þeirra skoðun og ég ætla ekki að fara að hafa skoðun á skoðunum annarra,“ svaraði hún.

Klara segist einungis hafa verið að fara eftir sínu hlutverki. „Það sem skiptir mestu máli í þessu er að þetta hlutverk og þessi ábyrgð er bundin í reglugerðum. Það er mín skylda að fylgja reglugerðum sambandsins, þetta er ekki val.“

En hvað orsakar það að ákvæðunum sé beitt í sumum tilfellum, eins og í dæmi Kjartans Henry, en öðrum ekki?

„Það sem skilur á milli er bæði alvarleiki atviksins og hvort dómari hafi séð atvikið eða ekki. Aga- og úrskurðarnefnd er ekki VAR-herbergi. Hún er ekki til stuðnings dómara heldur getur hún tekið mál til skoðunar. Ef dómari, aðstoðarmenn dómara og eftirlitsmenn sjá ekki atvikið og ef það er alvarlegs eðlis getur framkvæmdastjóri, í krafti síns embættis, vísað því til nefndarinnar.“

Í yfirlýsingu sinni gaf FH í skyn að fjölmiðla- og samfélagsumræða um Kjartan Henry hefði haft áhrif á Klöru er hún vísaði máli Kjartans til Aga- og úrskurðarnefndar.

„Við höfum óformlegt kerfi innanhúss þar sem við fylgjumst með atvikum. Við skoðum atvik og þurfum ekki leiðbeiningar á samfélagsmiðlum við það. Ég sit ekki yfir þessu ein heldur hef ég mér til aðstoðar fagfólk. Við förum inn og flöggum ákveðnum atvikum, skoðum þau og metum. Ef þau uppfylla ákvæði reglugerðarinnar vísum við þeim til nefndarinnar. Svo er það í valdi nefndarinnar hvort hún sé sama sinnis eða vísi málinu frá,“ segir Klara.

Einhverjir hafa kallað eftir því að Hansen fari nú sjálfur í bann fyrir olnbogaskot sitt í leik gegn HK um helgina. Það er hins vegar ekki útlit fyrir að hans mál rati inn á borð Aga- og úrskurðarnefndar.

„Ég ætla ekki að vera að tjá mig um einstaka mál. En atvikin þurfa að vera þannig að hvorki dómari né aðstoðarmenn dómara sjái þau. Ef dómari metur það sem svo að atvikið hafi verið hluti af baráttu um bolta eða slíkt er það lokaniðurstaðan,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Metfjöldi leikja á Íslandi í ár – Hefur fjölgað rosalega á síðustu fimm árum

Metfjöldi leikja á Íslandi í ár – Hefur fjölgað rosalega á síðustu fimm árum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn Liverpool og Real munu ræða um framtíð Trent í dag

Forráðamenn Liverpool og Real munu ræða um framtíð Trent í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Draumalið með leikmönnum Liverpool og Real Madrid – Margt áhugavert

Draumalið með leikmönnum Liverpool og Real Madrid – Margt áhugavert
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu hið meinta atvik þar sem David Coote og vinur hans eiga að hafa lagt á ráðin

Sjáðu hið meinta atvik þar sem David Coote og vinur hans eiga að hafa lagt á ráðin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gyokores tók ekki eftir fagni Gabriel: ,,Hann má stela þessu“

Gyokores tók ekki eftir fagni Gabriel: ,,Hann má stela þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki auðvelt fyrir City og Liverpool á næsta ári

Ekki auðvelt fyrir City og Liverpool á næsta ári