fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
433Sport

Sjáðu ótrúlegt viðtal: Stórfurðuleg ummæli þegar heimsbyggðin horfði – Sagðist vona að konan biði hans gröð heima

433
Þriðjudaginn 23. maí 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótboltatímabilið í helstu deildum fer senn að ljúka. The Upshot skoðar oft hvað er um að vera utan vallar og segir stórkostlegar sögur. Ákvað miðillinn að taka saman furðuelegustu sögurnar frá tímabilinu.

Þar kennir ýmissa grasa. Má þar til að mynda sjá þegar Jose Mourinho var viðstaddur bónorð stuðningsmanns Roma.

Einnig var tekin fyrir eldræða Gary Neville um mat. Þar gagnrýndi hann matreiðslu á kartöflum og sagði að kalkúnn væri skelfilegur matur.

Þá var minnst á það þegar Daryl Dike hjá WBA komst að því að hann hafði þvegið fötin sín í marga mánuði með sápu sem ætluð er í uppþvottavél.

Ástarbréf Ryan Giggs og slysaskot Joe Hart komu einnig við sögu.

Einnig var rifjaður upp stórkostlegur hrekkur á Gary Lineker og félaga á BBC.

Hugsanlega var furðulegasta atvikið á listanum þó viðtal við Keith Curle, þjálfara Hartlepool eftir leik í vetur.

„Ég vaknaði í morgun og átti þrjár óskir: Að við myndum sigra. Man City myndi sigra og að frúin yrði í stuði kynferðislega. Tvennt hefur tekist og nú verð ég að sjá til þess að ná þrennunni.“

Hér að neðan má svo sjá allan listann í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aðeins einn kostur eftir fyrir Rashford

Aðeins einn kostur eftir fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á eldræðu Mikaels: „Finnst ykkur þetta bara í lagi? Mér finnst þetta óvirðing“

Horfðu á eldræðu Mikaels: „Finnst ykkur þetta bara í lagi? Mér finnst þetta óvirðing“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tjáir sig um Sádí-orðrómana

Tjáir sig um Sádí-orðrómana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Opnar sig um sambandið með manninum heimsfræga – Útskýrir hvers vegna þau gátu ekki verið saman

Opnar sig um sambandið með manninum heimsfræga – Útskýrir hvers vegna þau gátu ekki verið saman
Sport
Í gær

„Meistaranum“ Aroni hrósað í hástert – „Velkomin á stóra sviðið Ísland“

„Meistaranum“ Aroni hrósað í hástert – „Velkomin á stóra sviðið Ísland“
433Sport
Í gær

Eru til í að rústa metinu

Eru til í að rústa metinu
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór á flakk – Tekið upp á stað sem Íslendingar þekkja vel

Kynlífsmyndband fór á flakk – Tekið upp á stað sem Íslendingar þekkja vel
433Sport
Í gær

United á enn nokkuð langt í land

United á enn nokkuð langt í land