Hlaðvarpsdrottningarnar Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir ræddu um sumartískuna og trendin í nýjasta þætti af Teboðið.
„Chunky belti, gamla góða diskabeltið. Geðveikt,“ sagði Sunneva í þættinum og Birta Líf tók undir: „Geðveikt flott.“
„Og bara stór og mikil belti, farðu í skápinn hjá ömmu þinni, skilurðu, og finndu gömlu beltin hennar,“ sagði Sunneva.
Sunneva sagði að hún hafi verið að leita að svona belti í langan tíma. „Það er alltaf uppselt á Amazon,“ sagði hún en bætti við að það sé langflottast að eiga gamalt belti frekar en kaupa nýtt.
„Farðu í skápinn hjá mömmu þinni, ömmu þinni, frænku þinni,“ sagði hún.
„Mér finnst ég gömul,“ sagði Alexandra Helga og birti hljóðklippu úr þættinum á Instagram.
Hún birti síðan gamla mynd af sér og vinkonum sínum þar sem þær skörtuðu slíkum beltum.
Alexandra grínaðist aðeins með þetta og birti jarm af Simon Cowell, dómara í American Idol.
Athafnakonan er ekki sú eina sem er ekki til í þetta trend. Þúsaldarkynslóðin, fólk sem er fætt frá 1981 til 1996, á erfitt með að trúa að þetta sé komið til baka.
Ætli TikTok-grínistinn Isabel Galvin taki viðbrögð þeirra ekki ágætlega saman hér að neðan.
@isabelgalv4 #duet with @laurenwolfe #amazonfashion ♬ original sound – Lauren Wolfe