ÍBV 2 – 3 FH
1-0 Hermann Þór Ragnarsson
1-1 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
1-2 Steven Lennon
2-2 Alex Freyr Hilmarsson
2-3 Guy Smit (Sjálfsmark)
Guy Smit markvörður ÍBV var hetja FH þegar liðið sótti þrjú stig til Vestmannaeyja í Bestu deild karla í kvöld. Sigurmarkið kom á 92 mínútu.
Hermann Þór Ragnarsson kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson jafnaði leikinn FH. Byrjunarlið FH var nokkuð ólíkt því sem verið hefur í sumar vegna meiðsla og leikbanna.
Steven Lennon kom FH í síðari hálfleik en Alex Freyr Hilmarsson jafnaði fyrir ÍBV: Hermann Þór sem skoraði fyrsta mark leiksins var svo rekinn af velli eftir 80 mínútna leik.
Guy Smit var svo fyrir því óláni að setja boltann í eigð net á 92 mínútu og tryggði FH sigurinn, boltinn fór í bak Guy og í netið. Fyrsti sigur FH á útivelli í sumar staðreynd. ÍBV er í slæmri stöðu en liðið hefur tapað síðustu leikjum auk þess að missa leikmenn í rauð spjöld í tveimur leikjum í röð.
FH er í fimmta sæti deildarinnar með 13 stig en ÍBV í fallsæti með sex stig.