fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
433Sport

Hansen nefndur hinn danski Kjartan Henry: Klara svarar ekki í síma en Felix veður í Hafnfirðinga – „FH ætlar að ráðast á Klöru og KSÍ“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. maí 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikolaj Hansen fyrirliði Víkings gæti mögulega átt yfir höfði sér leikbann ef viðmið Knattspyrnusambands Íslands frá því í síðustu viku er notað. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ vísaði þá málefni Kjartans Henry Finnbogasonar á borð aganefndar.

Kjartan hafði í leik Víkings og FH verið í eldlínunni, virtist hann sparka í átt að leikmanni Víkings og síðar í leiknum fór olnbogi hans í andlitið á Hansen. Kjartan sagði það óviljaverk og undir það tók reyndar aganefndar KSÍ. Að ekki væri hægt að sanna að olnbogaskotið væri viljandi.

Kjartan Henry var dæmdur í eins leiks bann fyrir olnbogaskotið en aganefndin tók sparkið í átt að leikmanni Víkings ekki fyrir.

Í leik HK og Víkings í gær var Hansen í hasarnum og olnbogi hann virtist fara beint í andlitið á Eiði Rúnarssyni. Klara Bjartmarz svaraði ekki símtölum blaðamanns 433.is í dag þegar spyrja átti út í hvort mál Hansen færi sömu leið og Kjartans í kerfinu.

„Danski KHF,“ skrifar Vilhjálmur Hallsson einn af stjórnendnum Steve Dagskrá á Twitter.

Sparkspekingurinn, Kristján Óli Sigurðsson úr Þungavigtinni segir að hver verði að dæma fyrir sig í þessu máli Hansen og birtir myndband af atvikinu.

FH-ingar eru mjög óhressir með dóminn á Kjartan og sendu yfirlýsingu út í gær vegna þess. FH vill meina að um klárt óviljaverk hafi verið að ræða í tilfelli Kjartans. „Um það verður ekki deilt að þessi heimild er til staðar. Hins vegar er framganga framkvæmdastjórans í greinargerð sinni til Aga- og úrskurðarnefndar ámælisverð. Þannig fullyrðir framkvæmdastjórinn tvívegis í greinargerð sinni að Kjartan hafi sýnt óíþróttamannslegan og hættulegan leik. Það er að mati FH algjörlega ótækt og í ósamræmi við málskotsheimild framkvæmdastjórans að hún taki afstöðu í málinu með svona afgerandi hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu félagsins.

Felix Bergsson, hinn geðþekki útvarpsmaður er ekki hrifin af yfirlýsingu FH og segir á Twitter. „Þannig að knattspyrnudeild FH ætlar að ráðast á Klöru og KSÍ en segir ekkert við leikmanninn sem reyndi að slasa andstæðing með skítabrögðum? Kúl,“ skrifar Felix.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

UEFA íhugar reglubreytingar eftir uppákomuna í gær

UEFA íhugar reglubreytingar eftir uppákomuna í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Er með rosalegt tilboð á borðinu

Er með rosalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United klárt í að taka þátt í kapphlaupinu – Þetta er verðið

United klárt í að taka þátt í kapphlaupinu – Þetta er verðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar: „Mér hugnast það illa“

Arnar: „Mér hugnast það illa“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Opnar sig um falskar sögusagnir og ógeðfellt áreiti í myndbandi – „Ég titra því mig langar ekki að tala um þetta“

Opnar sig um falskar sögusagnir og ógeðfellt áreiti í myndbandi – „Ég titra því mig langar ekki að tala um þetta“