Íþróttavikan er komin á fulla ferð hér á 433.is og í Sjónvarpi símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Í þetta sinn var gesturinn fyrrum Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson.
Sveindís Jane Jónsdóttir varð á dögunum þýskur bikarmeistari með Wolfsburg. Liðið var að vinna keppnina níunda árið í röð.
„Aðalatriðið er að hún er orðin lykilmaður. Það er ekki sjálfgefið í einu besta liði heims,“ sagði Hrafnkell um Sveindísi í þættinum.
„Hún er 22 ára og við getum beðið spennt eftir að fylgjast með henni næstu ár.“
Umræðan í heild er í spilaranum.