fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Dregur úr hagvexti en verðbólgan áfram þrálát samkvæmt nýrri hagspá ASÍ

Eyjan
Mánudaginn 22. maí 2023 12:09

Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri hagspá ASÍ er útlit fyrir 3,1 prósenta hagvöxt á þessu ári en þráláta verðbólgu. Ný hagspá hagfræði- og greiningarsviðs Alþýðusambands Íslands gerir ráð fyrir að hægja muni á þeim mikla hagvexti sem einkennt hefur hagkerfið á þessu ári og því næsta.

Mikill hagvöxtur síðasta árs var einkum drifinn áfram af einkaneyslu og bata ferðaþjónustunnar. Samkvæmt spá ASÍ verða áfram töluverð umsvif í hagkerfinu á þessu ári en hægja mun á vexti einkaneyslu og innlendrar eftirspurnar er líður á spátímann. Skýrist það meðal annars af minni kaupmætti ráðstöfunartekna og aukinni vaxtabyrði heimila. Skýr merki eru um að nú þrengi að stöðu heimila.

Spá ASÍ gerir ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki en verði áfram þrálát. Raungerist spáin, hjaðnar verðbólga eftir sem líður á árið og verður 7,1 prósent undir lok þessa árs eða að meðaltali 8,5 prósent á árinu. Á árinu 2024 má vænta að verðbólga verði 5,7 prósent að jafnaði en verði orðin 5 prósent í lok ársins.

Fjárfestingastig í hagkerfinu lækkar lítillega yfir spátímabilið. Áætlað er að fjármunamyndun aukist um 3,3 prósent á þessu ári en haldist að mestu óbreytt á næsta ári, um 0,3 prósenta vöxtur milli ára. Útlit er fyrir að draga muni úr opinberri fjárfestingu á þessu ári en að fjárfesting atvinnuveganna og íbúðafjárfesting aukist á sama tíma.

Hætta er á því að íbúðafjárfesting dragist saman á næsta ári, þar sem hærri fjármagnskostnaður og minni eftirspurn eftir húsnæði kunna að hafa neikvæð áhrif á byggingaráform verktaka. Raungerist sú sviðsmynd er ólíklegt að áform stjórnvalda um stórfellda uppbyggingu íbúða á næstu tíu árum muni raungerast. Slík framboðstregða samhliða hraðri fólksfjölgun er líkleg til að viðhalda spennu á húsnæðismarkaði, einkum leigumarkaði í fyrirsjáanlegri framtíð.

Útlit er fyrir töluverðan vöxt útflutnings á þessu ári drifinn áfram af frekari bata ferðaþjónustunnar. Fjöldi ferðamanna á þessu ári verður svipaður og árið 2017, eða um 2,1 milljónir ferðamanna. Á síðasta ári jókst útflutningur um 20,6 prósent milli ára. Spá ASÍ gerir ráð fyrir 7,8 prósenta vexti útflutnings á þessu ári og 4,8 prósent á næsta ári. Framlag útflutnings til hagvaxtar er jákvætt yfir spátímann en gert er ráð fyrir 5,9 prósenta vexti innflutnings á árinu og 2,8 prósent á næsta ári.

Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ:

„Það eru vonbrigði að sjá svo dökkar verðbólguhorfur út næsta ár. Kaupmáttur heimilanna hefur farið minnkandi og útlit fyrir að verðbólga muni áfram þrengja að fjárhagi heimilanna.  Öllu alvarlega er að sjá úrræða- og aðgerðaleysi stjórnvalda. Samkvæmt spánni er hætta á að draga muni úr íbúðafjárfestingu og því ljóst að áform um metnaðarfulla uppbyggingu íbúða gætu verið í uppnámi. Það myndi viðhalda spennu á húsnæðismarkaði, einkum leigumarkaði á næstu árum.“

Ljóst er að stjórnvöld þurfa að ráðast í stórfellt átak til að ná markmiðum um húsnæðisuppbyggingu. Dragi almennir verktakar úr umsvifum verður ríkið að grípa inn í með auknu lóðaframboði og viðbótarstofnframlögum. Jafnframt verða stjórnvöld að mæta versnandi kjörum heimila, efla húsnæðisstuðning, styrkja réttindi leigjenda og endurreisa tilfærslukerfin.“

„Það er mikilvægt að verðbólga fari hratt niður. Því hef ég áhyggjur af því að fyrirtæki og stjórnvöld séu ekki með í liði, þar sem merki eru um að fyrirtæki fleyti kostnaðarhækkunum af fullum þunga út í verðlag og stjórnvöld hafa ekki hjálpað til með auknum álögum og gjöldum. Launafólk gerði samning sem miðaði að því að skapa forsendur fyrir gerð langtímasamnings. Miðað við þá sviðsmynd sem birtist í hagspánni hef ég ekki miklar væntingar til þess að hægt sé að tryggja nauðsynlegan stöðugleika fyrir langtímasamning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“