Athafnakonan og bæjarfulltrúinn Brynja Dan Gunnarsdóttir og kærasti hennar, Jóhann Sveinbjörnsson, hafa keypt saman íbúð í parhúsi í Garðabæ.
Brynja Dan er bæjarfulltrúi Garðabæjar og varaþingmaður Framsóknarflokksins. Hún kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík árið 2021 og skipaði annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður í þingkosningunum sama ár.
Hún hefur einnig getið sér gott orð í íslensku viðskiptalífi og er einn eigandi Extraloppunnar í Smáralindinni. Auk þess nýtur hún mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og er með yfir nítján þúsund fylgjendur á Instagram.
Brynja og Jóhann eiga bæði börn úr fyrri samböndum.
Brynja segir að það séu framkvæmdir framundan og áhugasamir geta fylgst með ferlinu á Instagram-síðu hennar.
Hún þakkaði einnig fylgjendum sínum fyrir kveðjurnar. „Takk fyrir að samgleðjast – fyrir að gefa ykkur tíma til að spá og spökulera og sjá gleðina og hamingjuna,“ sagði hún.
Fókus óskar þeim innilega til hamingju.
View this post on Instagram