Þar á hún við hvernig fólk getur komist í hinn svokallaða „Mile High Club“ en í honum eru þeir sem hafa stundað kynlíf í háloftunum.
Ef þig hefur dreymt um að komast í þennan klúbb, þá er kannski hægt að notast við ráðleggingar Marika.
Hún segir að þrátt fyrir að salerni flugvéla séu lítil, séu þau „öruggasti“ staðurinn til að gera það sem gera þarf til að komast í klúbbinn.
„Salernin á almennu farrými eru klárlega „þau öruggustu“ til að komast í „Mile High Club“,“ segir hún að sögn ivgofficial.
„Oft er almenna farrýmið svo stórt að maður sér næstum ekki endanna á milli og það eru mörg salerni. Best er að nota salerni með aðeins einni hurð. Ekki salerni þar sem hurðin leggst saman til að maður komist inn. Okkur flugfreyjum finnst gaman að sitja og tala saman. Auk þess deyfum við ljósið þegar við höfum borið veitingar fram. Þá er hinn fullkomni tímapunktur til . . . já, þú veist til hvers. Ekkert að þakka,“ skrifa hún.