Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur staðfest það að hann sé ekki á förum frá félaginu í sumar.
Um tíma var talið að Ancelotti væri á förum í sumar en Real mistókst að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tapaði þá gegn Barcelona í baráttu um spænska meistaratitilinn.
Ítalinn er þó ekki að kveðja í bili en hann staðfesti sjálfur fund með forsetanum Florentino Perez.
,,Við ræddum saman í gær og hann styður við bakið á mér. Við töluðum um leikinn á miðvikudag og tímabilið og þessi tvö tímabil sem ég hef verið hér,“ sagði Ancelotti.
,,Við munum halda áfram sömu stefnu með það í huga að gera hlutina vel.“