Nýjasta myndin af Cristiano Ronaldo á Instagram hefur svo sannarlega vakið athygli á meðal fólks.
Ronaldo er 38 ára gamall en hann spilar í dag með Al-Nassr í Sádí Arabíu og hefur það ansi gott.
Ronaldo er með 585 milljón fylgjendur á Instagram síðu sinni og er ansi duglegur að birta myndir af sjálfum sér.
Það tók Ronaldo ekki nema klukkutíma að fá fjögur milljón ‘likes’ á nýjustu myndina þar sem hann situr slakur í sólbaði.
Þegar þetta er skrifað er myndin með yfir tíu milljón ‘likes’ en hana má sjá hér fyrir neðan.