Mauricio Pochettino verður næsti stjóri Chelsea en hann mun taka við liðinu eftir tímabilið.
Pochettino mun skrifa undir þriggja ára samning við Chelsea en hann er að vinna í London í annað sinn.
Argentínumaðurinn starfaði áður hjá Tottenham í London en var þá einnig þjálfari Southampton um tíma.
Nú greina enskir miðlar frá því að Pochettino muni taka við þann 1. júlí og er það dagsetningin er hann mætir til starfa.
Pochettino náði frábærum árangri með Tottenham á sínum tíma og kom liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar.
Eftir það hélt Argentínumaðurinn til Frakklands og þjálfaði Paris Saint-Germain í eitt tímabil.