fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Grunaður um kynferðisbrot gegn 10 til 11 ára stúlkum á Akureyri – „Svona menn eiga ekki að fá að ganga lausir sama hvað“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. maí 2023 16:55

Frá Akureyri. Mynd: Auðunn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður um fimmtugt er nú, samkvæmt heimildum DV, til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, á Akureyri, fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn börnum.

Í febrúar var gerð húsleit hjá manninum vegna gruns um vörslu barnaníðsefnis. Að sögn viðmælanda DV fannst mikið magn barnaníðsefnis við húsleitina.

Maðurinn er síðan sakaður um að hafa, um tveimur vikum síðar, brotið gegn að minnsta kosti þremur stelpum á aldrinum 10 til 11 ára á heimili á Akureyri þar sem hann var gestkomandi. Faðir einnar stúlkunnar lýsir brotunum þannig fyrir DV að maðurinn hafi fengið stúlkurnar til að afklæðast að hluta. Hann hafi strokið þeim um lærin, krotað á líkama þeirra og sett nuddtæki á þær utanklæða. Hafi hann farið með nuddtækið upp að klofi sumra þeirra.

Meint brot gegn stúlkunum áttu sér stað í marsmánuði en uppgötvuðust fyrir aðeins örfáum dögum. Ein stúlkan mætti manninum þá á almannafæri, brotnaði niður og sagði frá ofbeldinu.

Maðurinn sem ræddi við DV segir að í kjölfarið hafi dóttir hans opnað sig um ofbeldi hins grunaða. Honum er mikið niðri fyrir vegna brotanna og vill að maðurinn verði stöðvaður. „Mér finnst líka mikilvægt að foreldrar fræði börn sín um sín einkasvæði og það að setja mörk,“ segir hann.

Hann bendir á að meintur brotamaður búi í nágrenni við börnin og þau geti átt á hættu að rekast á hann á förnum vegi hvenær sem er.

Hann hefur áhyggjur af því að rannsóknin geti dregist því maðurinn sé hættulegur börnum:

„Svona menn eiga ekki að fá að ganga lausir sama hvað. Ef lögregla vinnur þetta ekki hratt þá fer almúginn að vinna vinnuna því svona menn eiga ekki að ganga lausir og hafa aðgang að börnum! Þú veist ekki hvernig svona einstaklingar hugsa og framkvæma! Ég vil þennan mann úr umferð strax!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Skýra frá rosalegu mannfalli Rússa

Skýra frá rosalegu mannfalli Rússa
Fréttir
Í gær

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“
Fréttir
Í gær

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem felldi prinsinn er látin

Konan sem felldi prinsinn er látin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“