fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Vilja að horfinn maður verði úrskurðaður látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. maí 2023 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ættingar manns sem hvarf fyrir um hálfu ári hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness til ákvörðunar um að maðurinn verði talinn látinn.

Um er að ræða sjómanninn Ekasit Thasaphong sem féll útbyrðis er hann var við störf á skipinu Sighvatur GK 57. Maðurinn er frá Grindavík. Minningarathöfn var haldin um Bhong, eins og hann er ávallt kallaður, við Grindavíkurkirkju síðastliðinn miðvikudag.

Stefnan, sem hér er um rætt, birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar segir:

„Stefnandi kveður málsatvik vera þau að þann 3. desember 2022 hafi Ekasit Thasaphong, kallaður Bhong (hér eftir „Bhong“ eða „hinn horfni“), verið við störf á skipinu Sighvati GK 57. Skipið er talið hafa verið statt um 25 sjómílum norðvestur af Garðskaga í utanverðum Faxaflóa um klukkan 16.04 þegar Bhong hafi fallið útbyrðis. Urðu aðrir skipverjar ekki varir við atvikið þegar það átti sér stað en nokkru síðar uppgötvaðist að Bhong væri ekki lengur um borð í skipinu. Hófst þá umfangsmikil leit að Bhong á því svæði sem skipið hafði farið um síðan atvikið átti sér stað og þar í kring, en sú leit skilaði ekki árangri.“

Í stefnunni er bent á að ekki hafi uppgötvast um borð að Bhong væri horfinn fyrr en rúmum hálftíma eftir að hann féll útbyrðis. „Hægt er að tímasetja atburðinn þegar Bhong er talinn hafa fallið frá borði þar sem það sést á myndavél sem staðsett er á neðra dekki við línubeitingarvél hvenær band sem sett er á milli rekka og færis, millibóls, er bundið í línu og fer út í gegn um línuvélina.“

Segir stefnandi að ljóst sé af atvikum að Bhong sé látinn. Stefnandi er eftirlifandi sambýliskona Bhongs og segir í stefnunni að hún fari með umsjá þriggja barna þeirra. Ennfremur segir:

„Án dóms um ákvörðun þess efnis að Bhong skuli talinn látinn verður ekki gefið út dánarvottorð auk þess sem ekki verður gengið frá skiptum á dánarbúi hans.  Er stefnanda því nauðsynlegt að höfða mál til að fá dóm um að um að hinn horfni skuli talinn látinn.“

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 6. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Skýra frá rosalegu mannfalli Rússa

Skýra frá rosalegu mannfalli Rússa
Fréttir
Í gær

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“
Fréttir
Í gær

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem felldi prinsinn er látin

Konan sem felldi prinsinn er látin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“