Það var spilað í Evrópu- og Sambandsdeildinni í kvöld. Um seinni leiki undanúrslita var að ræða.
Roma heimsótti Bayer Leverkusen í Evrópudeildinni með 1-0 sigur á bakinu eftir fyrri leikinn.
Leiknum í kvöld lauk með markalausu jafntefli og lærisveinar Jose Mourinho því komnir í úrslitaleikinn.
Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Sevilla og Juventus. Fyrri leikurinn fór 1-1 í Tórínó.
Dusan Vlahovic kom Juventus yfir á 65. mínútu en skömmu síðar jafnaði Suso leikinn.
Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og því gripið til framlengingar. Þar skoraði Erik Lamela snemma fyrir Sevilla.
Það reyndist sigurmarkið og fer Sevilla áfram með samanlagt 3-2 sigri í einvíginu.
Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar
Roma – Sevilla
Í sambandsdeildinni heimsótti West Ham AZ Alkmaar.
Hamrarnir unnu fyrri leikinn 2-1 og einvígið samanlagt 3-1 með marki Pablo Fornals í blálok leiksins í kvöld.
Andstæðingur West Ham verður Fiorentina.
Fiorentina mætti Basel í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk 1-2 fyrir Basel á Ítalíu og því á brattann að sækja fyrir Fiorentina í kvöld.
Nicolas Gonzalez kom þeim hins vegar yfir á 35. mínútu leiksins. Á 55. mínútu jafnaði Zeki Amdouni fyrir heimamenn.
Fiorentina náði forystunni á ný með öðru marki Gonzalez og staðan eftir venjulegan leiktíma 1-2. Samanlagt 3-3 og því farið í framlengingu.
Það stefndi í vítaspyrnukeppni þegar Antonin Barak skoraði fyrir Fiorentina í lok framlengingarinnar. Lokaölur 1-3, samanlagt 4-3 fyrir Fiorentina sem fer áfram.
Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar
West Ham – Fiorentina