fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Úkraínska leyniþjónustan fundaði leynilega með Lúkashenkó

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. maí 2023 09:00

Aleksandr Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvíta-Rússland er nánasta bandalagsríki Rússland og allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur þeirri spurningu verið velt upp hvað Hvítrússar muni gera.

Aleksandr Lúkashenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefur engan áhuga á að láta draga sig inn í stríðið og hefur staðist þrýsting Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, um að blanda sér beint í átökin. Hann er í erfiðri stöðu því hann er mjög háður Pútín, bæði efnahagslega og pólitískt. En enn sem komið er hefur hann ekki sent her sinn inn í Úkraínu.

Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, sagði nýlega í samtali við miðilinn Raznye Ljudy að Úkraínumenn hafi átt í leynilegum samskiptum við Lúkashenkó. Niðurstaða þessara samskipta hafi verið svo góð að Pútín hafi gefið upp vonina um að draga Lúkashenkó inn í stríðið.

„Hvort sem okkur líkar við hann eða ekki, þá er Lúkashenkó ekki bjáni. Hann vill ekki endurtaka 24. febrúar 2022. Í raun var hans skoðun ekki tekin til greina þá og síðan hefur hann komist að eigin niðurstöðu,“ sagði Budanov.

Hann sagði að Úkraínumenn hafi beitt öllum brögðum til að koma á góðum viðræðum við Hvítrússa. Meðal annars var úkraínski þingmaðurinn Yevhenyi Shevchenko fenginn til að ræða við Lúkashenkó til að koma í veg fyrir að Hvítrússar myndu ráðast á Úkraínu.

Shevchenko er mjög umdeildur í Úkraínu en hann átti í góðum samskiptum við Lúkashenkó fyrir stríð og þessi tengsl þeirra komu sér vel eftir að stríðið hófst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir