Samkvæmt Daily Mail hefur Arsenal skellt verðmiða á Folarin Balogun fyrir sumarið.
Balogun er á láni hjá Reims í Frakklandi sem stendur og hefur farið á kostum. Kappinn er kominn með 18 mörk á leiktíðinni.
Hann mun snúa aftur til Arsenal í sumar en ekki er ljóst hvar hann spilar á næstu leiktíð.
Balogun hefur tekið fram að hann hafi engan áhuga á að vera varaskeifa, sem hann líklega yrði hjá Arsenal þar sem menn á borð við Gabriel Jesus og Eddie Nketiah eru fyrir.
Sama hvernig því líður er talið að Arsenal vilji 30 milljónir punda fyrir Balogun.
AC Milan hefur verið nefnt til sögunnar sem hugsanlegur áfangastaður, auk annarra liða.
Balogun komst í fréttirnar í gær þegar hann tilkynnti um þá ákvörðun sína að spila fyrir bandaríska landsliðið frekar en það enska.