Héraðssaksóknari hefur ákært fyrir mann fyrir tvö kynferðisbrot gegn dreng undir lögaldri.
Í ákærunni er maðurinn sagður hafa átt í samskiptum við drenginn í skilaboðum í síma og mælt sér mót við hann á heimili sínu í því skyni að hafa við hann kynferðismök.
Í öðru lagi er maðurinn sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa að kvöldlagi haft mök við drenginn í bíl sínum. Maðurinn er sakaður um að hafa nýtt sér aldurs- og þroskamun á sér og drengnum sem hafi fært honum yfirburðastöðu. Einnig hafi hann nýtt sér þær aðstæður að hann var einn á ferð með drengnum í bílnum.
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Auk þess er krafist að maðurinn verði gert að sæta upptöku á iPhone síma sínum sem geymir gögn um samskipti hans við drenginn.
Fyrir hönd drengsins eru gerðar kröfur á manninn um miskabætur að fjárhæð fjórar milljónir króna.
Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 15. maí síðastliðinn.