fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Hafdís Björg dæmd til að greiða 10 milljónir vegna fyrirtækjakaupa

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. maí 2023 14:51

Hafdís Björg Kristjánsdóttir Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haf­dís Björg Kristjáns­dótt­ir, eigandi líkamsmeðferðarstofunnar Virago og einkaþjálfari, þarf að greiða 10 milljónir króna auk dráttarvaxta, vegna kaupa á fyr­ir­tæk­inu Trimm­form Berg­lind­ar. Dóm­ur í mál­inu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykja­vík­ur 19. októ­ber 2022, en Smartland vakti athygli á honum í dag.

Í ág­úst 2019 keypti Haf­dís Björg Trimmform Berg­lind­ar.  Um­samið var að hún myndi greiða 12 milljónir króna fyr­ir fyr­ir­tækið ásamt því að taka hús­næðið und­ir rekst­ur­inn á leigu sem er við Faxa­fen 14 í Reykja­vík. Fyrr­ver­andi eig­end­ur Trimm­forms Berg­lind­ar, Björn Kon­ráð Magnús­son og Guðrún Jóns­dótt­ir, stefndu Haf­dísi Björgu þegar ljóst var að hún myndi ekki greiða þeim um­samda upp­hæð fyr­ir fyr­ir­tækið.

Hafdís Björg fékk fyrirtækið afhent 1. september 2019, og 13. september 2019 greiddi hún 2 milljónir króna inn á reikn­ing Guðrún­ar. Afgangurinn, 10 milljónir króna, hefur ekki fengist greiddur.

Hafdís Björg bar því við að hluti tækjanna hafi ekki verið nothæfur, þegar hún fékk þau afhent. Hún hafi gert athugasemdir fljótlega eftir afhendingu, en stefnendur brugðist illa við þeim athugasemdum. Jafnframt hafi hún hvorki fengið að yfirtaka leigusamninginn né heldur hafi tekist að ná samningi við leigusalann innan umsamins tímaramma. Dómari taldi að Hafdísi Björgu hefði ekki tekist að sýna fram á hið selda hefði verið haldið slík­um göll­um að henni hafi verið heim­ilt að halda eft­ir greiðslu eða rifta kaup­un­um.

Í dómn­um kem­ur fram að Haf­dísi Björgu sé skylt að greiða 10 milljón krónur vegna kaupa á rekstri, tækj­um og vörumerki, með drátt­ar­vöxt­um frá 24. októ­ber 2019 til greiðslu­dags, sam­kvæmt 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/​2001, um vexti og verðtrygg­ingu. Auk þess þarf Haf­dís Björg að greiða 1.116.000 króna í máls­kostnað til stefnenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump
Fréttir
Í gær

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni
Fréttir
Í gær

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“