Hann hafði notað annað nafn á síðunni og borgað henni rúmlega 180 þúsund krónur fyrir ýmis konar klámefni yfir tveggja mánaða skeið þegar það komst upp um hann.
Konan, sem kallar sig Tay á samfélagsmiðlum, útskýrir hvernig hún „eyðilagði“ hjónaband móður sinnar eftir að hún komst að sannleikann um stjúpföður sinn í myndbandi á TikTok sem hefur vakið mikla athygli.
Netverjar hafa réttilega bent á að hún hafi ekki eyðilagt hjónabandið heldur hafi hann gert það.
@ta1laaa Do we need a part 2??? #fup #viral #scandal #drama #tea ♬ original sound – Tai 🖤
„Þegar ég byrjaði fyrst á OnlyFans var ég með einn viðskiptavin sem var svona stærsti viðskiptavinurinn, hann keypti allt aukaefni sem ég bauð upp á, hann var aðdáandi minn frá fyrsta degi á síðunni,“ segir hún.
„Við töluðum saman á hverjum degi, hann lagði fram sérstakar beiðnir, mjög sérstakar, og hann var líka með frekar sérstakt nafn.“
OnlyFans er miðill sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Aðdáendur geta einnig sent notendum skilaboð og lagt fram beiðni um myndefni gegn gjaldi.
Stjúpfaðir Tay nýtti sér þetta og hún segir að hann hafi lagt fram beiðni nánast daglega.
„Hann vildi vita í hvers konar nærfötum ég var í og bað um að fá myndir af þeim,“ segir hún.
„Hann vildi líka að ég myndi taka upp sóló efni á rúminu í svefnherberginu mínu eða á gólfinu inni í svefnherbergi en ekki inni á baðherbergi. Hafið í huga að hann hafði aðgang að þessu herbergi á hverjum degi. Hann líka hjálpaði með þvottinn á heimilinu, sem sagt hann sá um að þvo umræddar nærbuxur stundum.“
@ta1laaa I cant believe i did this #fyp #viral #drama #scandal ♬ original sound – Tai 🖤
Tveimur mánuðum síðar hafði hann eytt rúmlega 180 þúsund krónum á OnlyFans-síðu hennar.
Það komst upp um hann þegar þau höfðu átt samskipti á TikTok og samfélagsmiðillinn lét hana vita að manneskjan á bak við umræddan aðgang á TikTok væri einnig tengiliður í símanum hennar.
„Ég var svo forvitin og langaði að komast að því hver þetta væri. Mig grunaði sex manns og meðal þeirra var stjúpfaðir minn. Ég hlustaði á innsæið og hafði samband við hann,“ segir hún.
Það kom í ljós að innsæið hennar hafði rétt fyrir sér. Hennar stærsti viðskiptavinur og aðdáandi var stjúpfaðir hennar, hann hafði verið partur af lífi hennar síðan hún var ellefu ára gömul.
„Hann reyndi að neita fyrir þetta en augljóslega hætti mamma strax með honum,“ segir hún.
„Þannig já, ef þið viljið tala um fjölskylduáföll þá horfði stjúpfaðir minn mig stunda kynlíf með kærasta mínum í tvo mánuði.“
Í samtali við The Daily Telegraph sagði hún að hann væri búinn að yfirgefa fjölskylduheimilið og væri ekki lengur í sambandi við þau. Hún hefur einnig blokkað hann frá öllum samfélagsmiðlum og síðum.
Hún hvetur kynlífsverkafólk sem framleiðir efni fyrir síður eins og OnlyFans til að vera meðvitað um að það séu alltaf líkur á að einhver sem það þekkir sé að skoða efnið þeirra.