fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Ljósið klukkar þjóðina!

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. maí 2023 12:30

Eliza Reid forsetafrú mun setja herferðina af stað Mynd: Valgarður Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósið endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda hrindir í dag af stað nýrri Ljósaherferð með yfirskriftinni Klukk, þú ert hann!

Markmið herferðarinnar er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Ljósið en núverandi húsakynni eru orðin alltof lítil. Einn af hverjum þremur Íslendingum greinist með krabbamein á lífsleiðinni og er Ljósið eina félagið sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir þennan mikilvæga hóp auk þess að veita aðstandendum stuðning og fræðslu. Það er því ljóst að margir munu á sinni vegferð nýta sér þjónustu Ljóssins.

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti leggur verkefninu lið með endurútgáfu á lagi Stefáns Hilmarssonar og Jens Hanssonar Ekkert breytir því sem er lag herferðarinnar.

„Þröngt mega sáttir sitja dugir ekki lengur til. Húsnæðið okkar er komið að algjörum þolmörkum. Við viljum tryggja öllum krabbameinsgreindum þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda í sínu ferli. Við biðlum til fyrirtækja, einstaklinga og í raun þjóðarinnar allrar, að leggja okkur lið fyrir fólkið okkar,“ segir Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins.

Einn af hverjum þremur greinist með krabbamein

Yfirskrift herferðarinnar er Klukk, þú ert hann! sem er þó ekki bara vísun í það að einn af hverjum þremur greinast með krabbamein á lífsleiðinni heldur er Ljósið líka að fá fyrirtæki, einstaklinga og félög til að klukka hvert annað og hvetja samstarfsfélög og/eða samkeppnisaðila til að taka þátt í þessu spennandi verkefni með félaginu til góðs.

Það hefur sýnt sig undanfarin ár að þjónusta Ljóssins er betur nýtt og fær hver einstaklingur fjölbreyttari dagskrá. Árið 2022 nýttu tæplega 30 þúsund manns sér húsnæði Ljóssins.

Herferðinni verður hrint úr vör í dag kl. 16, miðvikudaginn 17.maí, en hún verður frumsýnd í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 16.  Eliza Reid forsetafrú mun hrinda verkefninu formlega af stað, Lay Low kemur og syngur ljúfa tóna fyrir gesti og auðvitað léttar veitingar verða í boði. Hægt verður að fylgjast með og taka þátt á vef Ljóssins, ljosid.is.

Við viljum tryggja að krabbameinsgreindir á Íslandi og aðstandendur þeirra og í raun samfélagið allt geti verið viss um að Ljósið sé til staðar um ókomna tíð og veiti þá allra bestu endurhæfingu sem völ er á. Enn þann dag í dag þurfum við að safna fyrir stórum hluta af rekstrinum,“ segir Erna í pistli sem hún skrifar á Vísi í dag.

Gott orðspor Ljóssins ásamt þeirri staðreynd fleiri eru að greinast með krabbamein hefur gert það að verkum að þjónustuþörfin hefur aukist gífurlega. Nú eru um og yfir 600 einstaklingar sem leita til Ljóssins í hverjum mánuði til að sækja endurhæfingu og stuðning, en árið 2022 voru komur í endurhæfingarúrræði Ljóssins tæplega 30.000.

Þessi mikla aðsókn veldur því að húsnæði okkar á Langholtsveginum er orðið of lítið og þröngt þrátt fyrir stækkun. Þröngt mega sáttir sitja dugir því miður ekki lengur til, og því brýn nauðsyn að tryggja krabbameinsgreindum það húsnæði sem þjónustan þar. Við höfum lagt góðan grunn að mikilvægu starfi en nú leitum við að samstarfsaðilum svo við getum lagt hornstein að framtíð endurhæfingar krabbameinsgreindra.

Ljósið orðið 18 ára 

Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi. Nú hefur Ljósið starfað í tæp 18 ár, en þar er boðið upp á þverfaglega heildræna þjónustu til að endurhæfa og styðja við þá sem greinast með krabbamein. Ljósið heldur úti öflugu starfi bæði í húsnæði Ljóssins en einnig í fjarfundarbúnaði fyrir landsbyggðina. Einnig er mikil þjónusta við aðstandendur sem oft eiga erfitt með að fóta sig í þessum nýju aðstæðum. Ljósið er heilbrigðisstofnun með viðurkenningu frá Landlæknisembættinu.

Frá upphafi hefur verið mikil áhersla á framþróun og grósku í starfinu. Stöðugt er verið að leita nýrra leiða til að aðlaga starfið að þörfum þeirra sem þangað sækja. Starfsfólkið býr yfir mikilli faglegri þekkingu á málefninu og má með sanni segja að fagfólk Ljóssins sé hjartað í starfinu. Samkvæmt þjónustukönnun Ljóssins frá árinu 2021 mæla 99% notenda þjónustu Ljóssins með endurhæfingunni.

Viðburður á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“