Forráðamenn Crystal Palace ætla að setjast niður með Roy Hodgson eftir tímabilið og sjá hvort hann vilji stýra félaginu áfram.
Félagið mun þar ræða hugmyndir hans til skamms og langtíma, Hodgson hefur bjargað Palace frá falli með góðum árangri.
Segir í frétt á vef Sky Sport að Palace vilji skoða alla kosti og Hodgson sé einn þeirra.
Þessi reyndi stjori átti bara að taka við Palace í stutta stund og bjarga liðinu frá falli.
Liðið gat nánast ekkert framan af tímabili undir stjórn Patrick Vieira en Hodgson hefur snúið því við.
Hodgson hætti með Palace sumarið 2021 en þá tók við Vieira við.