fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Rússneskum fjölmiðlum gert að undirbúa sig undir ósigur í stríðinu í Úkraínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. maí 2023 04:14

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur verið rætt um yfirvofandi gagnsókn Úkraínumanna gegn rússneska innrásarliðinu. Af skiljanlegum ástæðum hafa Úkraínumenn ekki viljað segja neitt um sóknina annað en að þeir muni leggja til atlögu þegar þeir séu alveg tilbúnir. Fréttir hafa þó borist af sóknaraðgerðum þeirra að undanförnu, sérstaklega í kringum Bakhmut, og telja sumir að sóknin sé í raun hafin.

Rússar hafa undirbúið sig undir gagnsóknina í vetur og hafa sett upp varnarlínur, grafið skotgrafir og sett upp hindranir sem eiga að hemja för skriðdreka.

Úkraínumenn hafa fengið mikið magn vopna frá vestrænum bandamönnum sínum, þar á meðal skriðdreka og langdræg flugskeyti. Þeir hafa myndað átta stórfylki vel þjálfaðra hermanna, sem margir voru í þjálfun hjá vestrænum bandalagsríkjum í vetur, sem eiga að vera í fararbroddi gagnsóknarinnar. Hvert stórfylki ræður yfir fjölda vestrænna skriðdreka. Í heildina eru um 40.000 hermenn í stórfylkjunum átta. Þessu til viðbótar hafa þeir myndað níu stórfylki minna þjálfaðra hermanna sem munu fylgja í kjölfarið og sjá um að tryggja yfirráðin á þeim svæðum sem verða frelsuð úr höndum Rússa. Með þessu geta hin stórfylkin haldið sókn sinni áfram.

Margir Rússar hafa áhyggjur af yfirvofandi sókn Úkraínumanna, þeirra á meðal eru rússneskir ráðamenn. Rússneska ríkisstjórnin hefur undirbúið rússneska fjölmiðla, sem eru hliðhollir stjórnvöldum, undir hvernig þeir eiga að flytja fréttir af sókn Úkraínumanna.

Um fjölda „ráðlegginga“ er að ræða að sögn óháða rússneska miðilsins Medusa, sem er staðsettur í Lettlandi.

Medusa hefur komist yfir afrit af „ráðleggingunum“ og segir að aðalboðskapur þeirra sé að undirbúa eigi rússnesku þjóðina undir umfangsmikla gagnsókn Úkraínumanna sem muni njóta stuðnings NATO.

Blaðamenn, sem eru hliðhollir stjórnvöldum, „eiga ekki að draga úr þeim væntingum sóknarinnar, sem er studd af NATO, sem Úkraínumenn hafa boðað“ né gefa í skyn að Úkraína „sé illa undir gagnsóknina undirbúin“ segir í „ráðleggingunum“.

Hins vegar eiga rússnesku fjölmiðlarnir að leggja áherslu á að Vesturlönd séu mjög tengd gagnsókninni vegna vopnasendinga sinna til Úkraínu og annars stuðnings.

Medusa segir að þessar „ráðleggingar“ eigi að auðvelda stjórnvöldum og fjölmiðlum að útskýra fyrir rússnesku þjóðinni að Rússar hafi tapað stríðinu og ef þeir sigri þá verði hægt að gera enn meira úr sigrinum en ella.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sólveig Anna útskýrir hvað hún hatar við woke-ið – „. Mér finnst það satt best að segja til háborinnar skammar“

Sólveig Anna útskýrir hvað hún hatar við woke-ið – „. Mér finnst það satt best að segja til háborinnar skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?