fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Unnur Elva nýr formaður FKA

Eyjan
Þriðjudaginn 16. maí 2023 17:28

Unnur Elva Arnardóttir, nýr formaður FKA. Mynd/Ásta Kristjáns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalfundur Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA var haldinn á Nauthóli miðvikudaginn 10. maí 2023 og þar tók við ný stjórn félagsins. Unnur Elva Arnardóttir forstöðumaður hjá Skeljungi er nýr formaður félagsins sem telur í nýtt og öflugt starfsár þar sem FKA fagnar meðal annars 25 ára afmæli. Stjórnarkonurnar Guðrún Gunnarsdóttir hjá Fastus og Dóra Eyland hjá GR eru hálfnaðar með kjörtímabil sitt í stjórn og halda áfram.

Að þessu sinni voru kosnar þrjár konur í aðalstjórn til tveggja ára, sú kona sem lendir Í fjórða sæti eftir atkvæðatalningu tók sæti í aðalstjórn til eins árs og þrjár konur voru kosnar í varastjórn til eins árs. Í varastjórn veljast þær þrjár konur sem næst því komust að hljóta kosningu í stjórn.

Niðurstaða kosningarinnar var sú að Grace Achieng, Andrea Ýr Jónsdóttir og Helga B. Steinþórsdóttir voru kjörnar í stjórn FKA til tveggja ára. Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir var kjörin í stjórn FKA til eins árs. Þá þurfti hlutkesti kjörnefndar sem réð úrslitum í varastjórn þar sem Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir voru jafnar stigum. Varastjórn er sem hér segir: Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir er fyrsta varakona inn í stjórn, næst er Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir og síðan Erla Björg Eyjólfsdóttir.

Eitt framboð barst í embætti formanns stjórnar og var Unnur Elva Arnardóttir sjálfkjörin sem formaður en hún hefur gengt hlutverki varaformanns.

„Ég þakka traustið sem mér er sýnt nú þegar ég tek við keflinu sem formaður FKA. Ég heiti því að vinna áfram að öflugu félagsstarfi í þágu ykkar FKA kvenna allra og hlakka til að hefja nýtt starfsár að sumri loknu. Ég mun áfram vinna að fjölbreytileika og framsækni félagskvenna meðal atvinnulífsins og halda framtíðarsýn og gildum FKA á lofti. Það geri ég að sjálfsögðu ekki ein og nýt þar þekkingu þeirra nýkosnu kvenna sem nú taka sæti í stjórn. Ég óska þeim hér með til hamingju og hlakka til að takast á við verkefnin í þágu okkar allra félagskvenna,“ segir Unnur Elva Arnardóttir nýr formaður FKA.

Aðalfundur FKA var haldinn með breyttu sniði í ár og unnið út frá nýjum lögum félagsins. Félagskonum var gefið gott svigrúm til að kjósa og gátu sótt fundinn raun- og raf. Fundarstýra fundar var Ragnheiður Aradóttir PCC Stjórnendamarkþjálfi, ráðgjafi og eigandi PROcoaching & PROevents. Ritari fundar var Anna Þórdís Rafnsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Kviku banka. Að loknum aðalfundarstörfum var boðið upp á léttar veitingar og vorstemmningu. Veður var milt og gott.

Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri færir Unni Elvu nýjum formanni FKA blóm.
Anna Þórdís, Guðný Birna, Arna, Ragnheiður, Guðrún, Katrín, Dóra, Guðrún Hulda, Andrea, Unnur og Sigríður Hrund.
Kjörstjórn FKA árið 2023 frá vinstri: Guðrún Hulda Ólafsdóttir, Arna Björg Rúnarsdóttir, Katrín S. Kristjana Hjartardóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir. Mynd/Hulda Margrét Óladóttir
Magdalena Lára Gestsdóttir og Nanna G.Waage Marinósdóttir sem er skoðunarmaður FKA. Mynd/Hulda Margrét Óladóttir
Claudia Ashanie Wilson lögmaður og eigandi Claudia & Partners Legal Services er í Viðskiptanefnd FKA. Mynd/Hulda Margrét Óladóttir
Erla Björg Björg Eyjólfsdóttir hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Cohn & Wolfe á Íslandi kemur ný inn sem varakona stjórnar. Mynd/Hulda Margrét Óladóttir
Geirlaug Þorvaldsdottir á Holtinu og Emma K Holm sem eiga sæti í stjórn Platínudeildar FKA, sveit reynslumikilla kvenna sem hefur það hlutverk að virkja félagskonur til að fagna og njóta 3ja æviskeiðsins. Mynd/Hulda Margrét Óladóttir
Sigga, Karlotta og Anna sem eiga sæti í stjórn FKA Framtíðar. Mentor vekefni Framtíðar hefur slegið í gegn og deildin blómstrar. Mynd/Hulda Margrét Óladóttir
Dóra Eyland og Stella I. Leifsdóttir Nielsen. Mynd/Hulda Margrét Óladóttir
Fundarstýra fundar var Ragnheiður Aradóttir PCC Stjórnendamarkþjálfi, ráðgjafi og eigandi PROcoaching & PROevents. Mynd/Hulda Margrét Óladóttir
Guðrún Gunnarsdóttir hjá Fastus sem tók vel á móti félagskonum á Nauthóli. Mynd/Hulda Margrét Óladóttir
Stjórnarkonurnar Guðrún Gunnarsdóttir hjá Fastus og Dóra Eyland hjá GR eru hálfnaðar með kjörtímabil sitt í stjórn og halda áfram. Með þeim Unnur Elva nýr formaður FKA. Mynd/Hulda Margrét Óladóttir
Frá vinstri: Bergrún, Guðrún, Dóra, Unnur, Grace, Ingibjörg, Erla og Andrea Ýr. Á myndina vantar Helgu og Guðlaugu sem voru erlendis. Mynd/Hulda Margrét Óladóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“