Folarin Balogun hefur ákveðið að spila fyrir bandaríska A-landsliðið frekar en það enska.
Hinn 21 árs gamli Balogun hefur raðað inn mörkum fyrir Rennes í frönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Hann er þar á láni frá Arsenal.
Enska knattspyrnusambandið vonaðist til þess að Balogun myndi spila fyrir enska A-landsliðið. Hann hefur leikið fyrir yngri landsliðin þar en er fæddur í Bandaríkjunum.
Balogun hefur hins vegar tekið ákvörðun og ætlar að leika fyrir bandaríska landsliðið.
Framherjinn ungi mun snúa aftur til Arsenal í sumar. Það er þó ekki ljóst hvar hann mun spila á næstu leiktíð.
Ljóst er að eftir tímabilið sem Balogun er að eiga að hann vill spila byrjunarliðsfótbolta.
Folarin Balogun 🤝🏻 USMNT.
Here we go ✨🇺🇸pic.twitter.com/0RCtBiJcmv
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 16, 2023