fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Stjórnarmaður í KR tjáir sig opinskátt: Dagur B myndar sig með börnum en ekkert gerist – „Eru höfðinu hærri en hann í dag“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. maí 2023 12:50

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er í stjórn knattspyrnudeildar, ég lagði skóna og hanskana á hilluna eftir tímabilið 2019,“ segir Sindri Snær Jensson fyrrum markvörður KR í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá sem nálgast má heimasíðu þáttarins.

Sindri Snær sem á og rekur meðal annars Húrra Reykjavík og Auto settist í stjórn knattspyrnudeildar KR í upphafi árs. Gengi KR í meistaraflokki karla hefur verið til umræðu undanfarnar vikur. KR situr í fallsæti Bestu deildar karla, liðið hefur tapað fimm leikjum í röð og ekki skorað mark í þeim leikjum.

„Ég ákvað að hætta árið 2019 en það hefur blundað í mér að koma inn í starfið, mér þykir vænt um KR. Fólkið og andann, nokkrir góðir í stjórn sem ég þekki,“ segir Sindri.

„Fólk kemur inn á sínum forsendum, þú getur gert ekki neitt og mætt bara á stjórnarfundi á tveggja vikna fresti. Þetta er sjálfboðaliðastarf, ég er komin í markaðs og viðburðarráð hjá KR. Við erum að reyna að bæta leikdags upplifun,“ segir Sindri um hvað hann er að gera hjá KR.

Frostaskjól, heimavöllur KR og allt í kringum félagsvæðið er komið til ára sinna. Sindri kastar ábyrgðinni á borgarstjórann sem hefur komið í tvígang á KR svæðið og lofað öllu fögru. Tilbúið er plan til þess að byggja upp glæsilegt íþróttasvæði í Frostaskjóli en samkvæmt Sindra þá er borgarstjórn ekki að slá í takt með KR-ingum.

„Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B Eggertsson hefur tvisvar sinnum mætt og gefið út viljayfirlýsingu og látið mynda sig með börnum. Lofað öllu fögru, það er allt tilbúið KR megin án þess að fara út í pólitík. Borgin hefur frestað að setja þetta af stað, þetta er í raun stimpill. Það er að hrinda þessu af stað, aljóð veit að rekstur Reykjavíkurborgar gengur ekki vel. Það er mikið að í rekstrinum, börnin sem Dagur lét mynda sig með eru höfðinu hærri en hann í dag. Því miður hefur hugarfarið hjá KR-ingum verið þannig að það sé að koma nýr völlur og því er ekki farið í framkvæmdir,“ segir Sindri.

Hann segir vanta fjármagn frá borginni og bendir á að einn gervigrasvöllur höndli varla álagið hjá iðkendum KR. „Það er mjög mikið af fólki er með góðan vilja fyrir félagið, fjármagnið þarf að vera til staðar frá borginni. Það eru 800 börn að æfa á einum gervigrasvelli, það er árs gamallt en sex ára miðað við notkun. Það er ónýtt,“ segir Sindri.

Sindri Snær er harður KR-ingur.

Minna fjármagn í KR en áður:

Sindri segist tala sem stuðningsmaður þegar hann ræðri gengi karlaliðsins innan vallar og segir. „Það er mjög sárt, á einhverjum tímapunkti í þessum leikjum fannst fólki menn ekki vera að leggja sig fram. Það var sárt, það átti að múra fyrir í síðasta leik og það næstum því gekk,“ segir Sindri um tap KR gegn Breiðablik um helgina.

„Það voru tæklingar og barátta, svekkjandi að tapa leiknum. Ég er ekki mættur til að vera með afsakanir, það er búið að breyta liðinu mikið. Þetta er ekki nógu gott, það eru allir sammála því. Það eru allir brjálaðir, þannig á það að vera,“ segir Sindri.

Sindri segir að minni peningar séu í KR en áður og félagið hafi farið í aðrar leiðir til þess að sækja leikmenn.

„Það urðu breytingar á fjármagni, það er minna fjármagn. Það var farið í öðruvísi kaup, ódýrari leikmenn. KR vildi alveg fá Hólmar, Aron Jó en okkur var ekki hleypt inn í samtalið. Það er margt í þessu, það er spírall sem byrjar að fara niður á við,“ segir Sindri.

KR-völlur hefur oft verið fallegri.
©AntonBrink © 365 ehf / Anton Brink

Maggi Bö er æðislegur náungi:

KR völlur er einn af fáum grasvöllum í efstu deild sem eftir er, grasið var ekki í góðu standi í fyrstu heimaleikjum ársins um síðustu helgi og fékk Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri á KR velli að heyra það.

„Ég er búinn að vera mikið út í KR, Maggi veit mjög mikið um þetta. Hann kemur skilaboðunum ekki nógu vel frá sér, hann er smá fígúra og æðislegur náungi,“ segir Sindri um hinn geðþekka vallarstjóra.

„Það er ekki hlustað nógu mikið á hann, Hann er að segja mjög mikið af góðum hlutum. KR völlurinn er gamalt tún, grasið sem þið sáuð á laugardaginn er nýtt gras. Þetta er ný sáning, það dó allt í mars. Þetta var versti vetur í 100 ár og það er ekki Magga Bö að kenna,“ segir Sindri.

Hann segir að KR-völlur væri í 100 prósent standi ef Maggi hefði öll þau tæki og tól sem þarf til að hafa völlinn í 100 prósent standi.

„Maggi hefur ekki fengið það resource sem hann á að fá, hann segist hefða verið með frábæran völl ef hann hefði verið með dúk. Kostar 7-8 milljónir, þegar frostið kemst í völlinn þá drepur það allt,“ segir Sindri.

Hlusta má á þáttinn í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Björn Þór um auglýsingarnar sem hafa slegið í gegn: „Þetta býður upp á að við getum gert eitthvað meira“

Björn Þór um auglýsingarnar sem hafa slegið í gegn: „Þetta býður upp á að við getum gert eitthvað meira“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þarf að verða einn launahæsti leikmaður Arsenal ef hann á að koma

Þarf að verða einn launahæsti leikmaður Arsenal ef hann á að koma
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hótanir ungra manna komnar á borð lögreglu – „Ég óttaðist um líf mitt“

Hótanir ungra manna komnar á borð lögreglu – „Ég óttaðist um líf mitt“