fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Brynhildur opnar sig um brjóstastækkunina og tekjurnar – Þénar milljónir á mánuði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. maí 2023 12:29

Skjáskot/YouTube/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Brynhildur Gunnlaugsdóttir græðir á tá og fingri á samfélagsmiðlum. Hún er með yfir 100 þúsund fylgjendur á Instagram og 1,7 milljónir fylgjenda á TikTok. Hún heldur einnig úti áskriftarsíðu á Fanfix þar sem aðdáendur geta keypt aðgang að meira efni frá henni.

Hún er gestur í hlaðvarpsþættinum Close Friends, en þetta er í fyrsta sinn sem samfélagsmiðlastjarnan fer í hlaðvarp og ræðir opinskátt um tekjurnar af samfélagsmiðlum, fegrunaraðgerðir og baráttu sína við átröskun.

Instagram/@brynhildurgunnlaugs

Brynhildur er fædd árið 2000 og verður 23 ára í október. Hún er í sambandi með króatíska körfuboltamanninnum Dani Koljanin, og hefur eytt miklum tíma í Belgíu upp á síðkastið þar sem Dani spilar atvinnukörfubolta.

Áhrifavaldurinn getur verið á ferð á flugi þar sem starfið býður upp á það. Hún segir að hún fái tekjur frá samfélagsmiðlum, þá frá samstarfi við fyrirtæki, en mestu tekjurnar koma frá Fanfix.

Sjá einnig: Brynhildur Gunnlaugs selur efni fyrir áskrifendur

Fanfix er áskriftarsíða, svipaður vettvangur og Patreon og OnlyFans, þar sem áhrifavaldar, eða svo kallaðir „creators“, geta selt efni gegn mánaðarlegu gjaldi. Ólíkt OnlyFans er klám ekki leyft á miðlinum.

Aðspurð hvað sé það mesta sem hún hefur rukkað fyrir „#ad“, þá auglýsingu sem hún gerir fyrir fyrirtæki og merkir á sínum miðlum með myllumerkinu #ad, segir hún: „Úff… Uu, fjögur þúsund dollarar.“

Það samsvarar rúmlega 550 þúsund krónum.

Þegar kemur að tekjum frá Fanfix segir Brynhildur að síðan greiði áhrifavöldum út alla föstudaga en það mesta sem hún hefur þénað á mánuði séu um tvær milljónir. Hún byrjaði á Fanfix í desember.

Instagram/@brynhildurgunnlaugs

Engin nekt

Brynhildur segir að hún sé ekki að framleiða klám heldur sé hún einfaldlega að deila svipuðum myndum og hún gerir á Instagram, áskrifendur fá bara meira af myndum af henni.

„Ég er bara að pósta myndum sem náðu ekki á grammið. Það er án gríns ekkert meira en það. Ég mundi aldrei pósta einhverju sem væri skaðlegt fyrir mig. Þetta er allt eitthvað sem hver sem er getur séð, mamma mín gæti séð þetta,“ segir hún.

Þau ræða um hvernig margar OnlyFans-stjörnur byrjuðu eins og hún en enduðu með að færa sig yfir í klámefni þar sem tekjurnar væru meiri þar. Brynhildur segist ekki óttast að það muni gerast.

„Peningar hafa aldrei stjórnað mér, bara ekki neitt sko. Ég hef fengið beiðnir sem hafa verið upp á einhverja fáránlega upphæð. Myndir með meiri nekt fyrir miklu meiri pening,“ segir hún.

Mesta sem henni hefur verið boðið er um hálf milljón fyrir tvær myndir.

90 prósent fylgjenda karlmenn

„Lykillinn er að hafa fylgjendahóp sem er svona stór, og er ekki beint heltekinn heldur bara geðveikt áhugasamur, sérstaklega gæjar. Eins og TikTok, það eru 90 prósent strákar og ég er með 1,7 milljón manns á TikTok,“ segir hún.

„[Fanfix] er mestmegnis til að sjá fleiri myndir af mér,“ segir hún og viðurkennir að mennirnir séu smá skotnir í henni

Brynhildur segir að hún sé með um 400 áskrifendur á síðunni, áskriftin kostar tólf dollara á mánuði en svo getur hún rukkað fyrir auka myndir. Fanfix tekur 20 prósent af öllum tekjum.

„Mér finnst þetta bara frábær peningur nú þegar, það er betra fyrir mig að halda þessu svona, fá bara ágætis pening og nota peninginn, til dæmis núna er ég að fara að byrja með fatalínu,“ segir hún og bætir við að hún sé þegar búin að stofna fyrirtæki í kringum fatalínuna.

Instagram/@brynhildurgunnlaugs

Glímdi við átröskun

Brynhildur glímdi við átröskun þegar hún var yngri og segir að þetta hafi ekki snúist um stjórn heldur útlit. Þetta var verst þegar hún var sextán ára.

„Ég endaði með að fá brjósklos 16 ára því ég var ekki að borða neitt og æfa sjúklega mikið,“ segir hún. Brynhildur æfði fótbolta með FH.

Aðspurð hvort hún sé búin að sigrast á átröskuninni segir hún: „Ég held að þetta sé eitthvað sem, einmitt, þú breytir þessu frekar í eitthvað annað, eitthvað jákvætt. Þetta er svolítið klikkun og þráhyggja, og þú getur breytt þessu í jákvæða þráhyggju. Eins og ég, ég þroskaðist og hætti að hafa ranghugmyndir um hvernig ég á að líta út.“

Hún segir kærasta sinn einnig hafa hjálpað sér mikið og haldið henni á jörðinni.

Fegrunaraðgerðir

Brynhildur er opin um þær fegrunaraðgerðir sem hún hefur gengist undir. „Ég hef farið í brjóstastækkun, það var bara á þessu ári. Svo hef ég fengið [fylliefni] í varirnar sem fer úr,“ segir hún.

Hún sagði að þrátt fyrir það sem margir halda þá hafi hún ekki látið lagfæra nefið.

„Það var geðveikt, ótrúleg upplifun. Ég var góð bara fáránlega snemma, bara tveimur dögum eftir á,“ segir hún um ferlið í kringum brjóstastækkunina.

„Ég var alveg með brjóst fyrir. Ef þú ert alveg flöt þá geturðu ekki farið X mikið upp um stærð, því húðin bara slitnar og rifnar. Og af því að ég er með alveg læri og rass, þá meikaði alveg sens að ég gat farið í þessa stærð.“

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Rómantískur eiginmaður fór heim með allt aðra vöru – „Klaufalegt klúður af okkar hálfu“

Rómantískur eiginmaður fór heim með allt aðra vöru – „Klaufalegt klúður af okkar hálfu“
Fókus
Í gær

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024
Fókus
Í gær

Gummi og Lína ástfangin í fimm ár – „Þú og ég á móti heiminum“

Gummi og Lína ástfangin í fimm ár – „Þú og ég á móti heiminum“
Fókus
Í gær

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“