Stuðningsmaður Arsenal afbókaði drauma sumarfríið sitt með eiginkonu sinni því hann ætlaði að sjá liðið sitt, Arsenal, verða enskan meistara.
Arsenal virtist á leið með að verða enskur meistari en hefur klikkað á lokametrunum og er Manchester City einum sigri frá því að vinna deildina.
Allt stefnir í að City verði enskur meistari um næstu helgi en helgina á eftir er síðasta umferð deildarinnar. „Fyrir ári síðan bókaði ég fjölskylduferð til Mauritius, við áttum að fara 26 maí,“ skrifaði stuðningsmaður Arsenal á Twitter.
Ensk blöð fjalla um málið í dag en nú er ljóst að maðurinn hefði líklega átt að halda sig við fríið, konan hans brjálaðist og Arsenal verður líklega ekki meistari.
„Ég fann út úr því að síðasti heimaleikurinn er 28 mái og ég afbókaði ferðina, konan er brjáluð. Ég þori ekki að fara heim,“ sagði maðurinn á dögunum áður en Arsenal gaf eftir.
„Við verðum að vinna deildina, guð blessi mig,“ skrifaði maðurinn en ensk blöð rifja um málið í dag eftir tap Arsenal um helgina gegn Brighton.