fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Garðar Gunnlaugs og Fanney Sandra eiga von á sjötta barninu

Fókus
Þriðjudaginn 16. maí 2023 09:06

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og förðunarfræðingurinn Fanney Sandra Albertsdóttir eiga von á sínu sjötta barni.

Parið tilkynnti gleðifréttirnar á Instagram í gærkvöldi.

„Söfnun í okkar eigið fótboltalið gengur ágætlega. Sjötta barnið okkar á leiðinni,“ sagði Fanney.

Þau eiga saman eitt barn fyrir, dreng fæddan 2018. Garðar á fjögur börn úr fyrri samböndum, þrjá syni og eina dóttur. Tvö þeirra eignaðist hann með Ísdrottningunni og fyrirsætunni Ásdísi Rán Gunnarsdóttur.

Mynd/Instagram

Aldursmunur Garðars og Fanneyjar vakti athygli á sínum tíma, en fimmtán ára aldursmunur er hjá parinu. Knattspyrnumaðurinn varð fertugur í apríl og Fanney verður 25 ára þann 25. maí næstkomandi.

Garðar bað Fanneyjar fyrir framan Eiffel-turninn í París, borg ástarinnar, í júlí 2022.

Sjá einnig: Garðar bað Fanneyjar fyrir framan Eiffel-turninn – Sjáðu myndbandið

Fókus óskar parinu innilega til hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni