Í gær birtist á Facebook-síðu glímudeildar Njarðvíkut texti upp á tæplega 2.700 sem ekki fæst betur séð en að sé fundargerð aðalfundar deildarinnar sem haldinn var 20. apríl síðastliðinn.
Að mjög miklu leyti er inniheldur textinn hefðbundnar lýsingar á starfi íþróttadeildar en inn á milli er að finna frásagnir af miklum átökum í deildinni og harðar ásakanir á aðila. Segir að íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar og framkvæmdastjóri UMFN hafi unnið gegn deildinni með ófyrirleitnum hætti:
„Á fyrstu mótum ársins gekk mjög vel og halaði deildinn inn titlum og verðlaunum. En í mars fór svo að halla á ógæfuhliðina. Þegar Íþrótta og tómstundafulltrúi Reykjanesbæar í slagtogi og í samvinnu við framkvæmdastóra UMFN sem er sonur sviðstjóra þess sviðs sem íþróttamál bæjarins eru undir, Loka húsnæði deildarinnar. Annars vegar var lokað á deildina þann 25. mars 2022 og síðan aftur þann 8. apríl 2022. Í báðum tilvikum var lokunin framkvæmd án fyrirvara, án þess að upplýsa félagsmenn og með tilheyrandi raski fyrir starfsemi deildarinnar. Að því er virðist stafa aðgerðir Íþrótta- og tómstundafulltrúa, Hafþór af ágreiningi hans við stjórn glímudeildar um eignarhald á keppnisdýnum sem Reykjanesbær keypti fyrir glímudeildina Stjórn taldi deildina hafa fengið dýnurnar að gjöf frá Reykjanesbæ en Hafþór var því ósammála. Lokunin virðist hafa verið leið Hafþórs til að knýja stjórn til að afhenda umræddar keppnisdýnur.
Hið fyrra skipti urðu afleiðingarnar þær að hætta þurfti við æfingar þann daginn en starfsmaður ÍTR, Hafþór Barði Birgisson afhenti nýja lykla til stjórnarmanna deildarinnar með þeim fyrirmælum að var þjálfari og varamaður í stjórn, mætti alls ekki fá lykla og að hann þyrfti að víkja úr félaginu. Hafþór gaf stjórnarmönnum þrjá afarkosti. þjálfari þyrfti að víkja úr deildinni, deildin yrði lögð niður eða að stjórnin yrði kærð til lögreglu. Upp frá þessu sögðu nær allir stjórnarmenn sig úr stjórn deildarinnar en eftir sat formaður stjórnar María Magdalena Galynatis.
Hið seinna skipti varði lokunin í um 33 daga. Börn og þjálfarar voru aftur, læst úti úr æfingarhúsnæði auk þess sem mikilvægur æfinga og keppnisbúnaður var læstur inni einum degi fyrir mikilvægt mót.“
Segir síðan að þessar aðgerðir hafi haft mjög slæm áhrif á starfsemi deildarinnar og fækkað iðkendum og keppnisfólki:
„Framangreindar lokanir höfðu veruleg áhrif á starfsemi Glímudeildarinnar. Þannig má taka sem dæmi að í kjölfarið á COVID-19 fækkaði iðkendum úr 100 í 60 eða um 40% fækkun. Í kjölfarið af lokunum skv. ákvörðun Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar fækkaði iðkendum úr 60 í 26 eða um 56% fækkun. Þá hefur skertur aðgangur að húsnæðinu og fækkun æfingadaga leitt til þess að afreksfólk hafi leitað á önnur mið enda er afreksfólki nauðsyn að æfa oftar en þrisvar í viku. Af þessu má vera ljóst að framangreindar lokanir og skertur aðgangur hafa haft mjög slæmar afleiðingar fyrir deildina og ekki verið til þess að stuðla að auknu íþróttastarfi og hreyfingu íbúa Reykjanesbæjar sem er hlutverk ráðsins.
Fyrsta mót ársins var Bikarglíma Íslands ásamt Bikarglímu Íslands 16 ára og yngri fóru fram í íþróttamiðstöð Hvolsvallar laugardaginn 19. febrúar. Voru það fyrstu glímumót ársins en fresta þurfti Janúarmótinu vegna þágildandi samkomutakmarkanna.“
Í þessum texta birtast aftur ljóslifandi deilur innan félagsins og íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar um glímudeildina sem DV sagði ítarlega frá á síðasta ári. Kemur þar við sögu mikil andúð á Guðmundi Stefáni Gunnarssyni, stofnanda og einum helsta forvígismanni deildarinnar í gegnum árin, júdómanni og þjálfara. Honum var um tíma bolað út úr stjórn deildarinnnar en er væntanlegur í stjórn aftur. Deila um keppnisdýnur sem Guðmundur var sakaður um að hafa tekið í óleyfi frá iðkendumr utan deildarinnar virðist hafa öðlast nánast eilíft líf. DV greindi svo frá því máli í fyrra.
Guðmundur sagði sig þá úr stjórn félagsins í skugga mikilla átaka. Svo virðist sem Guðmundur og hans fylgisfólk hafi aftur náð undirtökum í Glímudeild Njarðvíkur en óvíst er hvort friður muni ríkja um starfið. Í samtali við DV segir Guðmundur að hann taki aftur sæti í stjórn deildarinnar í september, en ljóst er af fundargerðinni að hann sat umræddan aðalfund deildarinnar.