fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Lúskraði á lögreglumönnum á Miklubraut – Þrýsti fingrum inn í auga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. maí 2023 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur 33 ára gömlum karlmanni fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum. Um er að ræða atvik sem áttu sér stað, að virðist, á heimili mannsins, við Miklubraut, þann 21. september 2022.

Samkvæmt ákæru urðu tveir lögreglumenn fyrir ofbeldi mannsins. Segir að hann hafi gripið um höfuð annars þeirra og þrýst fingrum inn í vinstra auga hans með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut hrufl og meiðsli í vinstri auga.

Hann er síðan sagður hafa gripið um andlit annars lögreglumanns, klipið um hægri kinn og ýtt honum utan í ísskáp, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut roða og bólgu á hægri kinn og mar á hægri upphandlegg.

Brotið telst varða við 106. grein almennra hegningarlaga en þar segir í fyrstu grein:

„Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta … 1) fangelsi allt að 6 árum. [Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum.] 2) [Beita má sektum, ef brot er smáfellt.] “

Héraðssaksóknari krefst þess að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“