Víkingur Reykjavík er óstöðvandi í Bestu deild karla en liðið spilaði við FH á heimavelli sínum í kvöld.
Um var að ræða leik í sjöundu umferð en Víkingur var fyrir leikinn með fullt hús stiga og hafði fengið eitt mark á sig.
Það varð engin breyting á því í kvöld en Birnir Snær Ingason og Nikolaj Hansen skoruðu mörk heimamanna í 2-0 sigri.
FH kláraði leikinn manni færri en Finnur Orri Margeirsson fékk að líta rautt spjald undir lokin.
Á sama tíma áttust við Fylkir og Fram þar sem það fyrrnefnda vann 3-1 heimasigur.
Fylkir var að næla í sitt sjötta stig í vor en Fram er enn með átta og situr í sjöunda sætinu.
Guðmundur Magnússon fékk kjörið tækifæri til að gera leikinn spennandi er 15 mínútur voru eftir en hann klikkaði þá á vítaspyrnu.
Víkingur R. 2 – 0 FH
1-0 Birnir Snær Ingason (‘6)
2-0 Nikolaj Hansen (’22)
Fylkir 3 – 1 Fram
0-1 Albert Hafsteinsson (‘6)
1-1 Ólafur Karl Finsen (’34)
2-1 Óskar Borgþórsson (’50)
3-1 Orri Sveinn Stefánsson (’59)