fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fréttir

Rússneskur sérfræðingur segir að sífellt fleiri tali um ósigur í stríðinu sem raunhæfan möguleika

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. maí 2023 08:00

Hér gefast rússneskir hermenn upp fyrir úkraínskum hermönnum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvænt þróun er að eiga sér stað í Rússlandi. Fólk er í vaxandi mæli farið að ræða um hugsanlegan ósigur í stríðinu í Rússlandi og að slíkt sé raunhæfur möguleiki.

Þetta kemur fram í greiningu sem hinn þekkti rússneski stjórnmála- og félagsfræðingur Greg Yudin birti á Twitter í síðustu viku.

„Lengi var tók enginn sér orðið „ósigur“ í munn og skipti þá engu þótt fólk teldi innrásina klikkaða. En þetta hefur breyst. Nú gerist þetta mjög oft og það er dramatísk breyting borið saman við fyrstu mánuði stríðsins,“ skrifaði hann.

Hann segist vonast til að nú hefjist umræða um hvernig ósigur það er sem bíður Rússa. „Ósigur fyrir grimmdarlegar áætlanir Pútíns er ekki það sama og ósigur fyrir Rússland,“ skrifaði hann og á þar við að ósigur verði ekki ósigur fyrir Rússland og Rússa, heldur aðeins fyrir Pútín og valdhafana.

„Pútín lætur þetta hljóma eins og ósigur þýði að ráðist verði inn í Rússland og því skipt upp, að rússneskum konum verði nauðgað og börnum slátrað og þau krossfest. Að útlendingar muni stýra landinu,“ skrifaði hann og bætir við að umræðan um hugsanlegan ósigur sé hafin í Rússlandi og það sé mikilvægt að greina á milli hugmyndarinnar um ósigur og óttans við hamfarir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Í gær

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd