fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Játar að hafa brotlent flugvél sinni viljandi í von um áhorf á alræmt Youtube-myndband

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. maí 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trevor Daniel Jacob, 29 ára Youtube-smástirni, hefur játað fyrir dómi að hafa viljandi brotlent flugvél í óbyggðum Kaliforníuríkis árið 2021. Jacob tók upp myndband þar sem hann sést kasta sér út úr flugvélinni í háloftunum og í kjölfarið brotlenti vélin í fjallagarði. Myndbandið birti hann svo á Youtube-síðu sinni með von um áhorf en það raungerðist svo sannarlega því myndbandið I Crashed My Airplance vakti gríðarlega athygli og hlaut milljónir áhorfa.

Segja má að sekt Jacob hafi blasað við enda hafði hann komið fyrir fjölmörgum myndavélum í og á flugvélinni auk þess sem hann stökk út með fallhlíf á bakinu og sjálfustiku með myndavél á til taks. Engu að síður hefur rannsókn og ákæruferli málsins tekið rúm tvö ár.

Jacob sveif ómeiddur til jarðar eftir að hafa stokkið úr vélinni og hóf síðan göngu að þeim stað þar sem flugvélin brotlenti til þess að ná í myndefnið sem tekið var upp. Hann er sakaður um að hafa eytt ýmsu af því sem tekið var upp og þar með hafi hann hindrað rannsókn málsins en „flugslysið“ var að sjálfsögðu rannsakað af yfirvöldum eins og lög gera ráð fyrir. t.

Hér má sjá myndbandið alræmda

Jacob tilkynnti slysið sjálfur til samgönguyfirvalda, tveimur dögum síðar, og sagðist vera tilbúinn til þess að deila staðsetningu flaksins með yfirvöldum. Hann laug hins vegar til um staðsetninguna og fór síðan ásamt vini sínum að flakinu og eyddi öllum ummerkjum um slysið og skemmdi þar með rannsóknina.

 

Mánuði síðar birti Jacob síðan myndbandið umdeilda á Youtube-síðu sinni. Myndbandið vakti strax grunnsemdir netverja enda virtist Jacob óvenju vel undirbúinn fyrir slíkt óhapp og þá var myndatakan nánast eins og hjá kvikmyndaveri í Hollywood, eins og áður segir. Eitt leiddi síðan af öðru og loks var Jacob ákærður af yfirvöldum vegna málsins.

Jacob var tilbúinn með sjálfustöngina þegar hann stökk út

Í játningu sinni viðurkenndi Jacob að hafa framleitt myndbandið í von um að græða peninga á því auk þess sem hann viðurkenndi að hafa logið að lögregluyfirvöldum og afvegaleitt rannsóknina.

Dómari mun nú taka einhverjar vikur í að ákveða refsingu Jacob vegna málsins en flugleyfi hans hefur þegar verið afturkallað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu