fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Cillian Murphy segir myndatökur vera móðgandi

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 14. maí 2023 15:30

Cillian Murphy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írski leikarinn Cillian Murphy er vægast sagt andsnúinn því að teknar séu myndir af honum á almannafæri eins og oft gerist með menn og konur sem náð hafa jafn langt í kvikmynda- og sjónvarpsbransanum eins og hann.

Meðal þekktra kvikmynda og sjónvarpsþátta sem Murphy hefur leikið í eru: Peaky Blinders, Dunkirk, Dark Knight Rises, Dark Knight, Batman Begins, Inception og 28 Days Later. Bráðlega verður kvikmyndin Oppenheimer frumsýnd en þar fer Murphy með aðalhlutverkið. Myndin fjallar um aðkomu vísindamannsins J.Robert Oppenheimer að þróun fyrstu kjarnorkusprengjunnar.

Í viðtali við breska útgáfu bandaríska tímaritsins Rolling Stone fer Murphy út um víðan völl.

Hann segist eiga nokkuð bágt með að sætta sig við fylgifiska frægðarinnar:

„Þú ert kannski að ganga niður götu og einhver tekur mynd eins og það sé andskotans viðburður. Það eyðileggur eiginlega öll blæbrigði og mannlega hegðun en það er víst hluti af þessu.“

Eins mikið yndi og hann hefur af því að leika í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum þá hefur Murphy jafn mikinn ímugust af öllu því kynningarstarfi sem fylgir slíkum verkefnum.

„Frægð er eins og reglulegt ferðalag til og frá vinnu. Þú verður að gera það til að komast á áfangastað.“

Hann vill þó ekki vera að kvarta en metur vinnu sína fyrst og fremst út frá faglegum forsendum.

Murphy telur þau bestu í kvikmynda- og sjónvarpsfaginu ekki vera að sækjast eftir athygli:

„Ég held að þau bestu geri þetta bara vegna ástar á faginu. Þau finna brýna þörf hjá sér til að vinna en ekki fyrir frægð og athygli.“

Þegar hann er ekki að vinna segist hann að mestu leyti halda sig heima við eða með vinum sínum fyrir utan þau skipti sem hann þarf að kynna kvikmyndir sínar:

„Mér líkar ekki að fólk taki myndir af mér. Mér finnst það móðgandi. Ef ég væri kona og það væri karl sem væri að taka mynd af mér…“

Ljóst er þó að Cillian Murphy er langt frá því að vera eina kvikmyndastjarnan sem er ekki hrifinn af myndatökum á almannafæri.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum