Þann 22. maí næstkomandi verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Vestfjarða á Ísafirði í máli sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur manni fyrir þrjú brot gegn lögreglumönnum.
Í fyrsta ákærulið er maðurinn sakaður um að hafa hótað lögreglumanni líkamsmeiðingum og fyrir að hafa skallað í höfuð hans með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn, sem var við skyldustörf, hlaut eymslu, mar og bólgu á hægra kinnbein og yfir hægri augabrún.
Í öðru lagi er maðurinn sakaður um að hafa gripið með hönd utan klæða um kynfærasvæði lögreglumanns og sagt „Má ég snerta þig?“
Í þriðja lagi er maðurinn sakaður um kynferðislega áreitni með því að hafa viðhaft meiðandi orðbragð við lögreglukonu er hann sagði við hana: „Mér langar til að ríða þér.“
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.