fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fókus

Stofnaði stripphóp á Íslandi og það seldist upp á fyrstu sýningu – „Það gekk betur en við gátum nokkurn tíma ímyndað okkur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 14. maí 2023 10:59

Renata Sara Arnórsdóttir Mynd/IG/@3w50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega eitt og hálft ár er liðið síðan við Renata Sara Arnórsdóttir settumst niður á Te og kaffi á Suðurlandsbraut og ræddum á persónulegu nótunum um lífið, strippdans í Berlín og klámiðnaðinn.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en það sem hefur ekki breyst er kröftugi baráttuandi hennar og ástríðan sem hún hefur fyrir réttindum kynlífsverkafólks.

Hún stofnaði nýverið Strip Lab ásamt Neytu, sem er pródúser hópsins, og öðrum dönsurum og er þetta fyrsti danshópur sinnar tegundar hér á landi. Þær héldu sinn fyrsta viðburð um miðjan apríl sem gekk vonum framar og vonar Renata Sara að þeir verði fleiri í sumar.

„Við ákváðum að búa til þetta rými, líka til að sýna hversu asnalegt það er að strippklúbbar séu ólöglegir hérlendis, en þú getur verið að dansa súludans, tæknilega séð strippað, þú getur tekið af þér fötin upp á sviði, það er ekki ólöglegt. Þú getur dansað burlesque og það er ekki ólöglegt. En um leið og þú ert að dansa og gera kynlífsvinnu á klúbb, þá er það ólöglegt,“ segir hún.

Hún segir að muninn á burlesque og strippi liggja í þjónustunni. Á strippklúbbum bjóða dansarar upp á einkadans, dans í svo kölluðum kampavínsherbergjum ásamt annarri þjónustu gegn gjaldi.

„Sumum okkar finnst frekar leiðinlegt að geta ekki unnið við þetta af því þetta er mjög aðgengileg leið fyrir okkur til að þéna pening,“ segir hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Renata (@renataarnorsdottir)

Húsfylli á Gauknum

Það seldist upp á fyrsta viðburðinn þeirra og voru viðtökurnar frábærar. „Það gekk betur en við gátum nokkurn tíma ímyndað okkur. Það var uppselt áður en sýningin byrjaði. Við vorum líka að selja svona gervidollara svo að fólk gæti lært að kasta pening á virðingarfullan hátt. Við erum líka að kenna fólki hvernig viðhorf það á að hafa gagnvart dönsurunum, kenna þeim virðingu fyrir kynlífsverkafólki og líka kenna þeim hvernig það er að vera kynlífsverkamanneskja á Íslandi og bara almennt. Svo er þetta líka mjög gaman og mikið flipp, fá einhverja áhorfendur upp á svið og reyna að  kenna þeim að gera kjöltudans, líka sýna að þetta er alveg erfitt,“ segir hún kímin.

„Það er algeng mýta að strippa sé „easy money“ en það er það ekki, það getur verið „fast money“ en þetta er alls ekki auðvelt.“

Lifandi teikniviðburð

Renata segir að áhorfendur hafi verið mjög kurteisir og almennilegir. Hún hefur einnig verið að sýna með danshópnum Seiðr og þá hafa konur verið í miklum meirihluta áhorfenda, en þarna voru kynjahlutföllin jafnari.

„Við upplifðum bara fólk sem var að skemmta sér, sem naut þess mjög mikið að horfa á okkur dansa,“ segir hún.

Strip Lab var einnig með skemmtilegan viðburð fyrir listamenn þar sem fólk gat mætt og æft sig að teikna dansarana í hinum ýmsu stellingum.

Það verða tveir viðburðir í sumar. Þann 4. júní verður annar teikniviðburður og þann 21. júlí mun stripphópurinn sýna kúnstir sínar. Hægt er að fylgjast með Strip Lab á Instagram þar sem viðburðirnir verða auglýstir nánar.

Renata Sara Arnórsdóttir Mynd/IG/@3w50

Berst fyrir réttindum fólks í kynlífsvinnu

Renata er einnig meðlimur í Rauðu Regnhlífinni, sem eru hagsmunasamtök sem berjast fyrir öryggi og réttindum fólks í kynlífsvinnu á Íslandi.

Rauða Regnhlífin var stofnuð árið 2016 en fór að taka virkan þátt í baráttu kynlífsverkafólks árið 2021, Undanfarna átján mánuði hafa samtökin verið meira áberandi í samfélaginu og segir Renata að þau hafa farið í ýmis hlaðvörp, sjónvarpsþætti, eins og Kompás, og viðtöl.

„Það er búin að vera mjög mikil umfjöllun og við erum mjög ánægð með að það sé verið að heyra í okkur varðandi ýmislegt, líka verið að tala við okkur upp á að fá fræðslu á mismunandi vinnustaði sem kannski vinna með jaðarsettum einstaklingum. Það hefur kennt okkur mjög mikið og sýnt okkur líka hvað er mikil þörf á þessu úrræði,“ segir hún.

„Við fórum líka á ráðstefnu kynlífsverkafólks í Brussel sem var skipulögð af European Sex Worker Alliance, sem við erum hluti af núna, og það var bara æðislegt. Fórum á ótrúlega marga fyrirlestra og hittum ótrúlega mikið af mismunandi kynlífsverkafólki. Það var magnað.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Renata (@renataarnorsdottir)

Siðferðislegt klám

Umræðan um siðferðislegt klám hefur aðeins látið á sér kræla í almennri umræðu eftir að vinsældir OnlyFans jukust gífurlega árið 2021. En hvað er siðferðislegt klám og af hverju skiptir það máli?

Renata segir að í klámiðnaðinum geta leynst hættulegir einstaklingar og stór fyrirtæki sem misnota leikara og fara illa með þá, sérstaklega klámleikkonur. Margar hryllingssögur hafa komið fram síðastliðna áratugi en með tilkomu miðla eins og OnlyFans hafa orðið straumhvörf.

„Siðferðislegt klám, þú veist frá hverjum þú ert að kaupa það. Peningurinn fer að mestu beint til manneskjunnar sem er að búa til efnið,“ segir hún og bætir við að með tilkomu þessara miðla sé verið að taka valdið frá stórum klámleiðslufyrirtækja og sett í hendur leikaranna sjálfra.

„Það hefur þýtt að leikarinn sjálfur hefur mun meiri stjórn á hvað hann gerir, hvernig allt fer fram, hvernig hann vill markaðsetja efnið, hvað hann vill þéna mikið af því og svo framvegis. Manneskjan fær að ráða eigin ímynd á netinu og það hefur verið mikil breyting, jákvæð breyting, í þessum málum.“

Renata Sara Arnórsdóttir Mynd/IG/@3w50

Samfélagið brást illa við

Í ágúst 2022 brást OnlyFans-samfélagið harkalega við þegar aðili í bransanum bauðst til að auglýsa aðrar klámstjörnur gegn gjaldi. Þessi tiltekni aðili lagði fljótlega niður fyrirtækið í kjölfar gagnrýninnar og sendi DV stutta yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar.

„Við vorum mjög fljót að skjóta þetta niður,“ segir Renata um málið.

Sá sem auglýsti sig sem umboðsmann sagðist ætla að taka 20 prósent af tekjum skjólstæðings síns, sem fólk benti á að væri himinhá upphæð. OnlyFans tekur 20 prósent, sem Renata telur vera mjög sanngjarnt miðað við aðrar svipaðar síður.

Standa vörð um hvert annað

Renata segir að sér og fleirum hafi þótt þetta mjög vafasamir viðskiptahættir en sem betur fer hafi samfélagið gripið fljótt í taumana. OnlyFans-samfélagið hér á landi er þannig byggt að meðlimir hjálpa hver öðrum, standa vörð um hvern annan og deili upplýsingum sínum á milli.

„Ef einhver er nýr og hefur spurningar, þá getur hann alltaf haft samband og við reynum að leiðbeina þeim eða hjálpa þeim með þau vandamál sem þau eru að upplifa,“ segir Renata.

„Við vorum fljót að skjóta þetta niður. Líka kenna fólki að treysta ekki hverjum sem er sem lofa öllu fögru.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Renata (@renataarnorsdottir)

Vafasamir einstaklingar

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem OnlyFans-samfélagið stendur þétt saman. Í viðtali við DV í apríl 2022 sökuðu klámstjörnurnar og parið Ósk og Ingólfur annað par í bransanum að fara yfir mörk annarra.

„Við erum mjög góð að vara aðra við, svo fólk sé ekki að fara blint inn í eitthvað samstarf sem gæti bitnað á þeirra heilsu,“ segir Renata þegar talið færist að parinu.

„Það er bara þannig að þú vilt ekki taka neina sénsa, sérstaklega í þessum iðnaði. Ef það er einhver sem hefur gert eitthvað vafasamt þá viltu ekki taka sénsinn að hann sé kannski búinn að læra af reynslunni. Þú ert að vinna þetta starf í það mikilli nánd.“

Renata er ennþá á OnlyFans, en lækkaði nýverið verðið á áskrift hjá sér, þar sem hún er ekki mjög virk á miðlinum. Það er nóg að gera, hún er að klára stúdentinn, er í forsvari fyrir Rauðu Regnhlífina og vinnur við þjónustustörf.

Renata Sara Arnórsdóttir Mynd/IG/@3w50

Sænska leiðin

Rauða Regnhlífin vill að kynlífsþjónusta verði afglæpavædd á Íslandi. „Sænska leiðin er það sem við erum með núna. Sú löggjöf  hefur reynst óhjálpleg og hreinlega skaðleg gagnvart kynlífsverkafólki,“ segir Renata.

Sænska leiðin gengur út á að það sé löglegt að selja vændi en ólöglegt að kaupa það. Það er einnig ólöglegt að auglýsa vændi. Það gerir það erfiðara fyrir kynlífsverkafólk að stunda örugg viðskipti á öruggum stað.

„Það er líka búið að gera mjög margar rannsóknir um sænsku leiðina og tala við kynlífsverkafólk frá þeim löndum sem eru með þessa löggjöf og það hefur alltaf sýnt að þetta setur það í meiri hættu. Amnesty International er líka sammála því og að afglæpavæðing sé besta leiðin til að vernda kynlífsverkafólk.“

Það þarf að tala við fólk í iðnaðinum

Renata segir að stjórnmálamennirnir sem eru að taka ákvarðanir fyrir þennan hóp viti lítið sem ekkert um þennan iðnað, hafi enga reynslu sjálfir, þekki enga sem hafa starfað við kynlífsvinnu, hafi aldrei lesið rannsóknir um þennan iðnað, nema gamlar og úreltar rannsóknir. Þess vegna býður Rauða Regnhlífin upp á fræðslu, sem mætti nýta betur að mati Renötu.

„Af því að í íslenskum lögum er enginn munur á kynlífsvinnu og ofbeldi, það er enginn greinarmunur gerður þar á milli, þá vilja sumir bara tala við Stígamót,“ segir hún.

„Við setjum stórt spurningarmerki við það, því Stígamót hafa ekki sýnt neinn vilja eða skilning gagnvart kynlífsvinnu eða kynlífsvinnandi fólki. Það er bara svolítið þannig að ef þú passar ekki inn í þetta sjónarhorn þolanda, þá ertu bara heilaþvegin eða eitthvað, ert ekki með sjálfstæða hugsun.“

„Þetta er sorgleg staða að vera í, að maður þurfi einhvern veginn að berjast við fólk sem ætti að vera að styðja mann. En það er meira eins og það sé verið að henda okkur fyrir bíl til að bjarga eigin skinni.“

Sjá einnig: Renata Sara var strippari í Berlín en starfar nú á OnlyFans

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi
Fókus
Í gær

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: GIMP er öflugt og ókeypis myndvinnsluforrit

Fræðsluskot Óla tölvu: GIMP er öflugt og ókeypis myndvinnsluforrit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“