Meðal öryggisráðstafana sem gerðar hafa verið vegna væntanlegs fundar Leiðtogaráðs Evrópuráðsins, sem fram fer hér á landi í komandi viku, er að allt flug dróna verður bannað meðfram Reykjanesbraut frá 15. maí kl 08 og til 18. maí kl. 12.
Í tilkynningu ríkislögreglustjóra segir að auk Reykjanesbrautar gildi bannið í miðborg Reykjavíkur og í kringum alla flugvelli.
Sjá má á myndinni hér að ofan kort yfir það svæði sem bannið nær yfir en miðað við það virðist bannið ná yfir megnið af Reykjavík en ekki einungis miðborgina.