Það vakti athygli margra að Inter skartaði ekki merki styrktaraðila framan á treyjum sínum gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Um fyrri leik liðanna í undanúrslitum var að ræða.
Inter átti draumabyrjun því Edin Dzeko kom þeim yfir strax á 8. mínútu leiksins með góðu skoti. Staðan varð enn betri aðeins þremur mínútum síðar þegar Henrikh Mkhitaryan skoraði annað mark Inter.
Meira var ekki skorað og staðan fyrir seinni leik liðanna á þriðjudag 2-0 Inter í vil.
Ástæða þess að merki styrktaraðila var ekki framan á treyjum Inter í leiknum er sú að aðalstyrktaraðili félagsins, DigitalBits, hefur ekki greitt félaginu neitt á þessari leiktíð eins og til stóð.
Roma er með sama styrktaraðila og hefur brugðist eins við. Liðin hafa ekki skartað merki DigitalBits í undanförnum leikjum.