ÍA tók á móti Grindavík í stórleik 1. umferðar Lengjudeildar karla á föstudag.
Gestirnir fóru afar vel af stað og kom Dagur Ingi Hammer Gunnarsson þeim yfir strax á 4. mínútu leiksins. Guðjón Pétur Lýðsson tvöfaldaði forystu Grindvíkinga með frábæru aukaspyrnumarki á 27. mínútu.
Það var leikið á Norðurálsvellinum, aðalvelli ÍA sem er grasvöllur. Var hann alls ekki í góðu ástandi.
„Fyrir mér er galið að ÍA skildi ákveða að spila á þessum velli því þeir eru, að mínu mati, með töluvert sprækara lið en Grindvíkingar. (Akranes)Höllin hefði hentað þeim betur,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson í markaþætti Lengjudeildarinnar hér á 433.is.
Hann útskýrði sitt mál.
„Grindvíkingar eru reynslumiklir, líkamlega sterkir og gerðu nákvæmlega það sem átti að gera á þessum velli,“ sagði Hrafnkell og bætti við að fólk ætti ekki að lesa of mikið í úrslitin.
Þáttinn má sjá í spilaranum hér ofar en svipmyndir úr leiknum eru hér að neðan.